Sýni

Námskeið – Sannprófanir – Innri úttektir

Námskeiðið Sannprófanir – Innri úttektir verður haldið dagana 27. mars og 3. apríl n.k. 

Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi, hvernig áætlun um innri úttektir er gerð, hvernig sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis er framkvæmd, mismunandi aðferðir til sannprófunar, hvernig best er að tryggja að úrbætur séu gerðar og hvernig þeim er fylgt eftir.

Lögð verður áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. komið með skjöl úr eigin gæðakerfi og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðsins.

Á námskeiðinu verður farið í m.a. eftirfarandi atriði:

  • Úttektaráætlun
  • Sannprófun, innri úttektir – aðferðafræði
  •         Hvernig virkar gæðakerfið frá degi til dags? Eru forvarnir virkar?
  •         Hvernig virkar gæðakerfið í heild sinni – árleg sannprófun
  • Undirbúningur og framkvæmd úttetka – gerð og notkun gátlista
  • Undirbúningur og framkvæmd sannprófunar
  • Sýnatökur, prófanir, kvarðanir
  • Niðurstöður, úrbætur og eftirfylgni

Tími námskeiðs:

27. mars, 2017 kl. 08:30 – 12:30 og

3. apríl, 2017 kl. 08:30 – 10:30

Staður: Matvælaskólinn hjá Sýni, Lynghálsi 3, 110 Reykjavík

Verð: 37.500 kr.- *

Skráning

admin birti undir Fréttir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...