HACCP námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðiseftirlita

09/12/2024 - 12/12/2024, All Day

HACCP námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðiseftirlita

Sýni stendur fyrir tuttugu og fjögurra klukkustunda HACCP námskeiði sérstaklega sniðið fyrir starfsfólk Heilbrigðiseftirlita dagana 9.-12. desember 2024.

Námskeiðið verður kennt á fjórum dögum í 4-6 klst. í senn auk þess sem gert er ráð fyrir 4-6 klst. verkefnavinnu. Námskeiðið verður haldið á íslensku í kennslusal hjá Sýni að Víkurhvarfi 3, Kópavogi.

Efni námskeiðs:

 • Skuldbinding stjórnenda og matvælaöryggismenning. Skilgreiningar á hugtökum. Hvernig tökum við út?
 • Codex staðall um HACCP
 • HACCP hópur: Hvert er hlutverk hans og færni. Hvernig er besta að halda utan um vinnu HACCP hóps eða Gæðaráðs? Er HACCP hópur virkur?
 • Vörulýsingar:hvað eru vörulýsingar? Hvað eru datablöð, upplýsingablöð, tæknileg datablöð, specification og hver er munurinn á þessum hugtökum? Hvað þarf að koma fram í vörulýsingum fyrir vöru, hráefni og umbúðir (Product description).
 • Flæðirit:Hvað þarf að koma fram á flæðiritum? Hvernig eru flæðirit sett upp; flæði hráefna, inntök og úrtök, CCP. Tenging milli flæðirita þegar um er að ræða „flóknar“ vinnslur. Verkefni: Sannprófun og úttekt á flæðiritum.
 • Hættur:Líffræðilegar-, efnafræðilegar-, eðlisfræðilegar- hættur. Ofnæmisvaldar. Geislavirkni og hættur vegna skemmdarverka og matvælasvika. Áhættumat = líkur x alvarleiki (risk assessment) og hættugreining (hazard analysis) með notkun áhættumatsfylkis og spurningatrés mikilvægra stýristaða.
 • Áhættumat forvarnameð áherslu á skipulag húsnæðis, aðskotahluti, hæfni starfsfólks, þrif, birgjasamþykktir o.s.frv.
 • Verkefni: Áhættumat forvarna og úttektartækni vegna forvarna.
 • PRP – oPRP hver er helsti munurinn á þessum hugtökum, uppsetningu og eftirliti þeim tengdum.
 • Hættugreining og Mikilvægir stýristaðir(CCP). HACCP plan. Hvað þarf að vera til staðar.
 • Verkefni: Hættugreining á framleiðsluferli, vöru eða vöruflokkum. Gerð HACCP plans og vöktunar-og sýnatökuáætlunar.
 • Hvernig tökum við út hættugreiningu og HACCP planið?
 • Rekjanleiki og prófun á rekjanleika.
 • Gilding, sannprófun, innri úttektir og rýni. Skilgreiningar á hugtökum. Hvernig tökum við út?
 • Matvælaskemmdarverk og matvælasvindl. Skilgreiningar á hugtökum. Hvernig tökum við út?

Verð: kr. 150.000,-. Innifalið í kostnaði er aðgangur að námskeiði fyrir einn, námskeiðagögn, viðurkenningarskjal, hádegismatur og kaffi.
Lágmarksþátttaka: 10 þátttakendur. Hámarksþátttaka: 15 þátttakendur.
Kennarar: Valgerður Ásta Guðmundsdóttir og Guðrún Adolfsdóttir.

Skráning fer fram á heimasíðu Sýnis: https://syni.is/naeamskeid-skraning/   Fyrirspurnir um námskeið sendist á: namskeid@syni.is.

Vakin er athygli á því að Heilbrigðiseftirlit og/eða þátttakendur sjálfir kunna að eiga rétt á styrk fyrir námskeiðsgjaldi, sjá nánar á www.landsmennt.is og reglur starfsmenntasjóða stéttarfélaga.

* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið namskeid@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Sýni sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.