
Námskeið fyrir þá sem nú þegar hafa vottun samkvæmt BRC staðli og þá sem hafa í hyggju að fá vottun og aðra þá sem hafa áhuga á að kynna sér kröfurnar
Farið verður yfir helstu kröfur staðalsins og hvernig megi uppfylla þær á einfaldan hátt.
Mikið er lagt upp úr umræðum og verkefnavinnu.
Efni námskeiðs:
Kynning á BRC stöðlum og öðrum GSFI stöðlum
Saga BRC staðlanna og útbreiðsla: Hvert er hlutverk þeirra og hvar eru þeir algengastir. Hvernig er úttektarferillinn? Hvernig er einkunnagjöf o.s.frv. Notkun á BRC merkinu.
IFS, ISO 22000 FSSC staðalinn Hver er helsti munurinn?
Helstu kröfur staðalsins:
- Matvælaöryggismenning
- Fundir, fundagerðir, samantektir, úrvinnsla
- Hættugreiningar og áhættumat
- Stefnur, markmið (SMART) og rýni
- HACCP (hættugreining, flæðirit), forvarnir, CCP (eins og suða, málmleit) prófun og gilding.
- Skjalastýring og skráningar
- Innri úttektir
- Samþykkir á birgjum og þjónustuaðilum, birgjamat
- Hættugreining og áhættumat á hráefnum, vörulýsingar
- Frávik, orsakagreining og úrbætur
- Neyðarstjórnun, innkallanir, kvartanir
- Rekjanleiki, massabókhald, skráningar
- Matvælavernd og matvælasvindl
- Aðskotahlutir, greining og forvarnir
- Afhending, dreifing
- Vöruþróun
- Pökkun, merkingar og eftirlit
- Starfsmenn og þjálfun
- High-risk, High-care, ambient-high care
Tími: 2. og 9. október 2023 kl.: 8:30-16:00
Staður: Sýni ehf. Víkurhvarfi 3, 203 Kópavogur og fjarnámskeið (Teams) – Hægt er að velja um stað- eða fjarnámskeið.
Verð: 110.000 kr.*
- Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, hádegismatur og léttar veitingar
- Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!
* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið namskeid@syni.is Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Sýni sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.