Gæðastjóri að láni

Gæðastjóri að láni

Sýni býður upp á gæðastjóra að láni, hægt er að ráða reynslumikla sérfræðinga í gæðamálum fyrir fyrirtæki í skemmri eða lengri tíma.

Þessi þjónusta hentar sem dæmi vel:

·         minni fyrirtækjum sem þarfnast ekki gæðastjóra í fullu starfi,

·         sem afleysing í stórum sem smáum fyrirtækjum ef gæðastjóri er frá í lengri tíma,

·         sem stuðningur við nýja gæðastjóra sem eru að stíga sín fyrstu skref í starfi gæðastjóra.

 

Hvort sem um er að ræða matvælaframleiðenda, seljanda, þjónustuaðila eða mötuneyti.  Við getum orðið að liði fyrir alla sem starfa í umhverfi verklagsreglna og vinnulýsinga og þurfa að mæta kröfum um gæði og uppfylla lög og reglugerðir.

Dæmi um verkefni gæðastjóra að láni:

·         Reglubundnar heimsóknir

·         Umsjón og eftirfylgni með gæðamálum – gæðahandbók

·         Innra eftirlit

·         Staðlaráðgjöf

·         Gæðaráðsfundir

·         Birgjasamþykktir og mat á hráefnum og umbúðum m.t.t. öryggis og lögmætis

·         Nýliðaþjálfun – þjálfun starfsmanna

·         Greining á fræðsluþörf

·         Námskeiðahald

·         Þróun á framleiðslu og framleiðsluferlum

·         Aðstoð við lausn vandamála sem upp kunna að koma

·         Merkingar matvæla – innihaldslýsingar

·         Útreikningar á næringargildi

·         Greining kvartana

·         Þátttaka í úttektum opinberra eftirlitsaðila, staðla- og kaupendaúttektum

·         Frávikaskýrslur – úrbótaáætlanir