12 bestu súpur í heimi – Námskeið
Námskeiðið 12 bestu súpur í heimi verður haldið hér hjá okkur í Matvælaskólanum fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi.
Súpunámskeiðið hefur alltaf verið eitt af vinsælustu námskeiðunum hjá okkur
Hver vill ekki kunna að reiða fram dýrindis súpur við hvers kyns tilefni. Góðar súpur henta við öll tækifæri, sem hagkvæmir og hollir heimilisréttir, í útileguna eða sumarbústaðinn, forréttir eða aðalréttir í matarboðum , fyrir afmæli, brúðkaup eða hverskonar stórar eða smáar veislur.
Súpur sem eldaðar verða á námskeiðinu eru m.a.
- Kjúklingabaunasúpa með reyktu kjöti, tómötum og spínati
- Thailensk súpa með núðlum og fiski
- Frönsk súpa með pistou kryddolíu
- Grænmetis- og pastasúpa
- Súpa frá Norður Afríku
- Kraftmikil linsubaunasúpa
- Grænmetissúpa úr bökuðu rótargrænmeti
- Súpa með fennel, tómat og fiski
- Fiskisúpan hennar Siggu á alþingi
Allar nánari upplýsingar má finna hér
Skildu eftir svar