fbpx

Sýni

Hnetujógúrt Shrikhand

Lýsing:

Indverskur yndisréttur fyrir 6-8.

Innihald:

4 litlar dósir hrein jógúrt
– eða 500 g skyr
1 dl pistasíur, hakkaðar
– eða 1 dl hakkaðar möndlur
2-3 tsk kardimommufræ/krydd
1,5 dl flórsykur

Aðferð:

Látið renna af jógúrtinni í gegnum kaffipoka eða hreinan klút þar til áferðin verður þykk. Einnig er hugsanlegt að nota skyr en það gefur aðeins annað bragð. Hneturnar eru hakkaðar og kardimommurnar steyttar í mortél (eða kryddið tekið beint úr hillunni). Hrærið sykrinum saman við jógúrtina og blandið svo hnetum og kardimommum saman við, en skiljið örlítið eftir til að skreyta. Skipt niður í lítil glös og kælt áður en borið fram.

admin birti undir Eftirréttir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*