fbpx

Sýni

Salat frá Provance í Frakklandi

Lýsing:
Matarmikið salat með fullt af spennandi hráefnum.

Innihald:

4 soðnar kartöflur skornar í fernt
3 harðsoðin egg í bátum
1 krukka niðursoðinn túnfiskur
baunir (annaðhvort léttsoðnar harricot baunir eða frosnar grænar baunir)
3 tómatar
½ agúrka (taka kjarnann úr)
10 ólífur
ansjósur og capers eftir smekk
ferskt basil
grænt salat

Frönsk salatsósa
3 msk olífuolía
1 msk dijon sinnep
1 msk rauðvíns-eða hvítvínsedik
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:
Byrjið á því að setja græna salatið á disk og dreifið svo öllu hinu fallega hráefni ofan á salatið.
Dressingin er sett síðust yfir og skreytt með basil.

Gott að hafa franskt brauð með

admin birti undir Salöt


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*