fbpx

Sýni

Ananas- og gulrótasúpa

Lýsing:

Þessi súpa sló í gegn í hádeginu hjá okkur í Sýni um daginn en hún er fengin úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa.

Innihald: 

2-3 msk ólífuolía

1 tsk. blaðlaukur

1 msk. karrímauk

1 hvítlauksrif

1 cm fersk engiferrót

1 stk. lárviðarlauf

4 stk. gulrætur

1/2 stk. sellerírót

1/2 l. vatn

2 stk. gerlausir grænmetisteningar

1 dós ananasbitar, um 400g, og safinn

1 dós kókosmjólk

smá sjávarsalt og nýmalaður pipar

ferstk kóríander

Aðferð:

Skerið blaðlaukinn smátt og pressið hvítlaukinn. Fín saxið engiferrótina og skerið gulrætur og sellerírót smátt. Hitið olíuna í potti og mýkið blaðlaukinn þar í. Setjið karrímauk, hvítlauk, engiferrót og lárviðarlauf útí og steikið í 3-5 mín. Bætið gulrótum og sellerírót útí og látið malla með kryddinu í 2 mín. Leysið grænmetisteningana upp í vatninu og setjið útí ásamt ananas og kókosmjólk. Sjóðið í um 15 mín. og bragðið síðan til með salti og pipar. Klippið að lokum ferskt kóríander yfir og berið fram. Gott er að strá ristuðum kókosflögum eða möndluflögum yfir þessa súpu og baunir og tofu gera hana bæði próteinríkari og matarmeiri.

admin birti undir Súpur, Uppskriftir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*