fbpx

Sýni

Bakað eggaldin með tómatlauksósu og bráðnum mozzarella

Lýsing:

Svakalega góður ítalskur réttur, góður sem forréttur.

Innihald:

2 eggaldin
olía
2 mozzarella kúlur
1 laukur
1 hvítlaukur
1 box sveppir
2 dósir niðursoðnir tómatar
Basil
Svartur pipar
Salt

Aðferð:

Eggaldinið er skorinn í þunnar sneiðar. Hitið gott magn af olíu á pönnu og steikið eggaldin sneiðarnar á báðum hliðum. Saltið aðeins. Leggið á eldhúsbréf.
Skerið lauk, hvítlauk og sveppi og svissið á pönnu í góða stund við lágan hita. Setjið tómatana út í og saltið og piprið. Látið sósuna sjóða vel niður (kannski í 20 mín)
Raðið saman í fat.
Fyrst eggaldin sneiðarnar og síðan sósan. Aftur eggaldin sneiðar, þá sósan og basilíkublöð. Loks er osturinn settur ofan á í sneiðum.
Bakað í ofni þar til heitt í gegn.

admin birti undir Grænmeti og baunir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*