fbpx

Sýni

Baunapottréttur frá Mexíkó

Lýsing:

Hollur baunapottréttur ættaður frá Mexíkó.

Innihald:

2 laukar
1 paprika
2 gulrætur
4 hvítlauksrif
ólívu olía
1 dós niðursoðnir tómatar
2dl grænmetissoð
1 tsk paprikuduft
6 dl niðursoðnar nýrnabaunir
1 msk chiliduft
1/2-1 tsk cumminduft
salt og pipar
1/2 búnt söxuð steinselja

Aðferð:

Paprika, laukur og gulrætur saxað niður og hvítlaukurinn marinn. Látið krauma í olíunni. Tómatarnir settir útí ásamt safanum, soði og paprikudufti. Látið sjóða við vægan hita í 5-10 mínútur. Baunirnar eru settar útí síðustu 5 mínúturnar. Bragðbætt með chilidufti, cummindufti og salti og pipar. Steinseljunni stráð yfir áður en rétturinn er borinn fram.

admin birti undir Grænmeti og baunir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*