fbpx

Sýni

Blaðlauks- og beikonsúpa með rósmarín

Lýsing:
Eitthvað fyrir alla í einni góðri súpu, kjöt, grænmeti og pasta.

Innihald:
4 blaðlaukar, skornir í þykka búta
8 reyktar beikon sneiðar, skornar í bita
1 ½ lítri kjúklingakraftur
2 greinar rósmarín, nálar smátt saxaðar
200g pastaslaufur eða skrúfur

Aðferð:
Steikið laukinn og beikonið í potti í um 5 mínútur eða þar til beikonið er orðið “krispí” og laukurinn byrjaður að mýkjast. Hellið kraftinum útí og setjið rósmarín útí ásamt salti og pipar eftir smekk. Hitið að suðu og látið malla í 5 mínútur. Setjið þá pastað útí og látið sjóða þar til pastað er “al dente”.
Berið fram með volgu ristuðu ciabatta brauði.

admin birti undir Súpur


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...