fbpx

Sýni

Blaðsalat með ostateningum og hráskinku

Lýsing:
Þetta er frábært salat sem hentar vel við betri tækifæri þar sem hráskinkan er sannkallað lúxushráefni. Fyrir 2.

Innihald:
Gott blaðsalat – ca. 150 g, t.d. lollo rosso, eikarlaufssalat og klettasalat
u.þ.b. 80 g ostur, tegund eftir smekk
50 g parmaskinka
örlítil olía

Dressing:
1/2 msk vínedik
1/2 msk balsamico edik
1 msk ólífuolía
örlítið salt, pipar og sykur

Aðferð:
Salatblöðin eru þvegin og sett í skál eða á diska (passið að láta vatnið renna vel af áður). Blandið vel saman hráefnum fyrir dressinguna og hellið yfir salatblöðin. Skerið ostinn (t.d. fetaost, mozzarella eða emmentaler)í nokkuð stóra teninga (u.þ.b. 2-3 cm í þvermál) og vefjið parmaskinku utan um hvern tening.
Ostateningarnir í skinkunni eru settir stutta stund á pönnu með örlítilli olíu þannig að skinkan taki aðeins lit og osturinn verði mjúkur.
Teningunum skipt jafnt á milli diskanna.
Berið fram með góðu brauði.

admin birti undir Salöt


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...