fbpx

Sýni

Blómkálssúpa með engifer

Lýsing: 

Þessi súpa passar vel sem forréttur með fínni máltíð eða sem léttur réttur þá t.d. með matarmikilli samloku eða góðu salati.

Innihald:

3 msk olía

175 g laukur, smátt skorinn

2,5 cm engifer, skorinn í þunnar sneiðar

4 hvítlauksgeirar, smátt skornir

1 tsk cumin duft

2 tsk kóríander duft

1/4 tsk turmeric duft

1/8 – 1/4 chilli duft

225 g kartöflur, skornar í 1 cm teninga

225 g blómkáls bitar

1,2 l kjúklingasoð

salt, ef þarf

150 ml rjómi

Aðferð:

Hitið olíuna vel í stórum potti. Setjið laukinn, hvítlaukinn og engiferið útí og steikið í u.þ.b. 4 mínútur eða þar til laukurinn hefur brúnast aðeins. Bætið cumin, kóríander, turmeric og chilli dufti útí. Hrærið lítillega og bætið þá kartöflunum, blómkálinu og kjúklingasoðinu útí. Ef soðið er ósaltað bætið þá 1/4 tsk af salti útí. Hrærið í, lokið pottinum og hitið að suðu. Lækkið hitann og sjóðið í 10 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar.  Smakkið til og bragðbætið með salti eftir þörfum. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél, í minnst tveimur lotum.  Sigtið til að ná öllu hratinu. Bætið rjómanum útí og blandið vel.  Hitið súpuna líttillega upp aftur og berið fram.

caul soup 1

 

admin birti undir Súpur, Uppskriftir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*