fbpx

Sýni

Brauð með sólþurrkuðum tómötum

Lýsing:

Bragðgott og einfalt brauð í ofninn

Innihald:

8 dl Kornax hveiti
2 dl vatn
7 msk sólþurrkaðir tómatar
1 dl sólblómafræ
1 dl matarolía
1 tsk salt
1 tsk hvítlauks- og steinseljusalt (McCormick)
1 stk þurrgersbréf
Aðferð:

Blandið saman öllum hráefnunum nema sólþurrkuðu tómötunum. Hnoðið vel saman. Látið hefast undir klút í 15-20 mín. Sláið deigið niður – fletjið aðeins út, saxið sólþurrkuðu tómatana og hnoðið þá upp í deigið ásamt fræjunum. Rúllið upp og mótið brauðhleif. Látið hefast undir rökum klút í 40-45 mín. Penslið með mjólk og stráið kryddinu yfir.
Bakið neðarlega í ofni við 200°C í 30 mínútur (eða 180°C ef notaður er blástur).

admin birti undir Brauð


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*