fbpx

Sýni

Chili con carne

Lýsing:

Það er góð sparnaðarleið og eykur um leið hollustugildið að drýgja hakki með gulrótum og baunum. Uppskriftin er fyrir 8.

Innihald:

3-4 laukar
2-3 hvítlauksgeirar
2 msk olía
500 g nautahakk
4 gulrætur rifnar
nýrnabaunir – 2 dósir
hakkaðir tómatar – 1-2 dósir eftir smekk
1 lárviðarlauf
½ tsk cayennepipar
2 tsk kjötkraftur (má sleppa)

Aðferð:

Laukur og hvítlaukur steiktir í olíunni, bæta hakkinu út í og svo gulrótunum þegar hakkið er farið að brúnast. Þá baununum, tómötum og lárviðarlaufi ásamt öðru kryddi. Láta krauma undir loki í 25 mín.

Borið fram með avókadó – annað hvort í sneiðum eða maukuðum m. smá sítrónusafa.
Gulræturnar eru góðar til að drýgja kjötið og gera réttinn hollari. Þær falla nánast algjörlega saman við hakkið en gefa mjög gott bragð og áferð.

admin birti undir Kjöt


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*