fbpx

Sýni

Ekta ítalskar kjötbollur með tómatbasilsósu

Lýsing:

Hollar og góðar kjötbollur, drýgðar með linsubaunum.

Innihald:

300 g nautahakk
3 msk brúnar linsur, soðnar og maukaðar
1 msk tómatsósa
½ gulrót rifin smátt
1 hvítlauksrif, rifið smátt
Ítölsk þurrkuð krydd eins og t.d. óreganó, timian, steinselja, basil
Salt og svartur pipar
Brauðmylsna eftir þörfum

Ítölsk tómatbasilsósa

2 hvítlauksgeirar, marðir
1 laukur
1 dós tómatar, maukaðir
Smá tómatpurre eða mauk úr sólþurrkuðum tómötum
Salt og pipar eftir smekk
Ferskt basil

Aðferð:

Setjið allt í skál nema brauðmylsnuna og hrærið vel saman. Setjið brauðmylsnu í þar til deigið er orðið fínt til að móta það. Mótið bollur og setjið á bökunarpappír.

Steikt í ofni við 180°C

Sósan búin til með því að svissa lauk og hvítlauk í olíu. Bæta við tómötum og sjóða í dágóðan tíma. Smakka til með salti og pipar og rifnu basil bætt við.
Gróft pasta soðið og haft með

admin birti undir Kjöt


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*