fbpx

Sýni

Starfsfólk Sýnis og Skjals flokkar lífrænt heimilissorp.

Í byrjun febrúar á þessu ári gáfu Sýni og Skjal starfsfólki sínu græna tunnu og maíspoka til þess að flokka lífrænt heimilissorp frá öðru sorpi og koma með í söfnunartunnu hjá Sýni. Með því er komið til móts við mikinn áhuga starfsmanna um frekari flokkun sorps. Sýni og Skjal flokka lífrænt heimilissorp frá öðru sorpi sem fellur til á kaffistofu og var meðalmagn u.þ.b. 65 kg á mánuði á síðasta ári.

Skemmst er frá því að segja að á þeim sjö mánuðum sem starfsfólk hefur komið með lífrænan úrgang að heiman hefur magnið aukist um 80 kg á mánuði sem samsvarar rúmlega 3 kg á hvern starfsmann á mánuði. Heildarmagn af lífrænum úrgangi frá heimilum starfsfólks, sem annars hefði farið í almennt óflokkað sorp á þessu tímabili er því rúmlega hálft tonn.

Starfsfólk Sýnis og Skjals hvetja önnur fyrirtæki til að skoða þennan möguleika til að aðstoða starfsfólk sitt við að gera enn betur varðandi flokkun sorps.

admin birti undir Fréttir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...