fbpx

Sýni

Focaccia – puttabrauð

Lýsing:

Gott brauð til að borða með pestó eða öðru krayddmauki.

Innihald:

700 g Kornax hveiti
300 g kornax heilhveiti (eða íslenskt heilhveiti)
625 ml ylvolgt vatn
21 gr þurrger
2 msk hunang
2 msk salt

Aðferð:

Gerið leyst upp í vatninu, hunangi bætt út í. Saltið sett út í hveitið. Allt hnoðað saman. Látið standa í skál eða á borði í ca. 15 mín. og breiðið plastfilmu eða taustykki yfir. Deiginu er því næst skipt í 4 hluta sem er flatt út í u.þ.b. 1,5 cm þykkt. Deigið smurt með kryddblöndunni. Holur gerðar í deigið með fingrunum. Látið hefast í ca. 35 mín. Eða þar til deigið hefur u.þ.b. tvöfaldast að stærð. Smurt með olíu kryddblöndu sjávarsalti og/eða kryddi stráð yfir áður en það fer í ofninn.
Kryddblanda 1: Soðnar kartöflur, ólífuolía, hvítlaukur (saxaður), rosmarin (saxað)
Kryddblanda 2: Ólífuolía, saxað chili, saxað basil , söxuð söl.
Bakað við 220°C í u.þ.b. 15 mín.

admin birti undir Brauð


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*