fbpx

Sýni

Fræðslufundur – Tollabandalagið

Þann 1. október s.l. var haldinn fræðslufundur hjá Sýni á Teams þar sem fjallað var um útflutning til Rússlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstans, Kirgistans og Armeníu (e. Eurasian Economic Union – EAEU). Fundurinn var haldinn af Sýni að beiðni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi SFS og var gefin út staðfesting á þátttöku að honum loknum. Ólöf Hafsteinsdóttir ráðgjafi hjá Sýni hélt fyrirlestur og Jón Ágúst Gunnlaugsson frá MAST var með innlegg og svaraði spurningum sem upp komu. Alls sóttu um 60 manns fræðslufundinn.

Efni fundarins:
• Farið yfir hvaða reglugerðir gilda um innflutning sjávarfangs til aðila í Tollabandalaginu
• Helstu kröfur sem þarf að hafa í huga þegar verið er að flytja sjávarfang til Tollabandalagsins
• Farið yfir úttektarlista frá MAST
• Farið yfir helstu athugasemdir sem gerðar hafa verið í heimsóknum rússneskra úttektaraðila
• Sýnatökuáætlanir fyrir fisk
• Úrbótaáætlanir
• Umræður

admin birti undir Fréttir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*