Nú í janúar sat starfsfólk Dögunar HACCP 1 námskeið hjá Sýni. Námskeiðið var haldið á Teams sökum aðstæðna og þótti það mjög vel heppnað. Eftirfarandi umsögn barst frá Jóni Erni Stefánssyni gæðastjóra Dögunar eftir námskeiðið.
„Það er óhætt að mæla með námskeiðinu fyrir alla, undirbúningurinn og skipulag námskeiðsins var til fyrirmyndar og námskeiðið eftir því fræðandi.
Starfsfólkið var heilt yfir mjög ánægt og leiðbeinandi námskeiðsins, Guðrún Adolfsdóttir leiddi þátttakendur í gegnum fræðin og fór yfir allar vangaveltur og spurningar sem upp komu.
Það verður ekki ofsagt að leiðbeinandinn hafi gert fræðin athyglisverð,fræðandi og skemmtileg fyrir þá sem tóku þátt.
Þrátt fyrir að námskeiðið hafi farið fram í gegnum „internetið“ myndaðist tenging leiðbeinanda við nemendur sem skyldi eftir sig fræðslu og þekkingu sem leitast var eftir með skráningu á þetta námskeið.“
3. nóvember n.k. heldur Matvælaskólinn hjá Sýni námskeiðið – HACCP 1 – Góðir starfshættir við meðferð matvæla. Námskeiðið verður haldið á Teams og er það hugsað fyrir starfsfólk matvælafyrirtækja, mötuneyta, veitingastaða og hótela sem vilja auka þekkingu sína á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla.
12. nóvember n.k. heldur Matvælaskólinn hjá Sýni námskeiðið „Matvælasvindl og skemmdarverk“. Námskeiðið verður haldið á Teams og er hugsað fyrir alla þá sem þurfa að áhættumeta matvæli með tilliti til svindls og skemmdarverka og innleiða forvarnir og eftirlit vegna þess. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér – Matvælasvindl og skemmdarverk.
Sýni vill benda viðskiptavinum sínum á að Starfsmenntasjóðirnir veita styrki til fræðslu starfsmanna fyrirtækja um allt að 90% fram að áramótum. Sjóðirnir styrkja öll okkar námskeið, bæði námskeið sem við sérsníðum fyrir fyrirtæki og höldum hjá þeim sem og námskeið sem haldin eru hjá Matvælaskólunum. Afslátturinn gildir einnig fyrir túlkakostnaði og salarleigu ef ekki er unnt að halda námskeiðið inni í fyrirtækinu.
Sótt er um styrki inn á attin.is en þar eru einnig nánari upplýsingar um styrkveitingar.
Þann 1. október s.l. var haldinn fræðslufundur hjá Sýni á Teams þar sem fjallað var um útflutning til Rússlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstans, Kirgistans og Armeníu (e. Eurasian Economic Union – EAEU). Fundurinn var haldinn af Sýni að beiðni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi SFS og var gefin út staðfesting á þátttöku að honum loknum. Ólöf Hafsteinsdóttir ráðgjafi hjá Sýni hélt fyrirlestur og Jón Ágúst Gunnlaugsson frá MAST var með innlegg og svaraði spurningum sem upp komu. Alls sóttu um 60 manns fræðslufundinn.
Efni fundarins: • Farið yfir hvaða reglugerðir gilda um innflutning sjávarfangs til aðila í Tollabandalaginu • Helstu kröfur sem þarf að hafa í huga þegar verið er að flytja sjávarfang til Tollabandalagsins • Farið yfir úttektarlista frá MAST • Farið yfir helstu athugasemdir sem gerðar hafa verið í heimsóknum rússneskra úttektaraðila • Sýnatökuáætlanir fyrir fisk • Úrbótaáætlanir • Umræður