fbpx

Sýni

Fréttir

Ráðgjafar frá Sýni á Food Safety Europe ráðstefnu í Barcelona

Tveir af ráðgjöfum okkar hjá Sýni Þær Guðrún Adolfsdóttir og Valgerður Ásta Guðmundsdóttir eru nú staddar á ráðstefnunni Food Safety Europe 2015 í Barcelona sem haldin er af BRC og NSF. Á ráðstefnunni er m.a. fjallað um matvælaöryggi, rekjanleika, svik og misferli í matvælaiðnaði, pökkun og merkingar, hættumat, ofnæmi og fæðuöryggismenningu. Einnig er fjallað um helstu áhersluatriði varðandi öryggi matvæla á komandi árum.

Ráðstefnan sem er mjög fræðandi að mati þeirra Guðrúnar og Ástu er einnig frábært tækifæri til að hitta kollega sem eru að vinna við ráðgjöf og úttektir í matvælafyrirtækjum eins og við hjá Sýni. „Við höfum á þessum dögum náð að mynda mikilvæg tengsl sem við hlökkum  til að miðla með viðskiptavinum okkar“.

 

2015-10-15-gudrun-asta-barcelona

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Fræðslu- og umræðufundur var haldinn hjá Sýni um löggjöf Tollabandalagsins varðandi útflutning matvæla til Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans.

Þann 1. september s.l. stóð Sýni fyrir fræðslu- og umræðufundi um löggjöf Tollabandalagsins varðandi útflutning matvæla til Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans.  Fundinn sóttu um 35 manns frá fjölda fyrirtækja í öllum greinum matvælaiðnaðar.

Ein af þeim athugasemdum sem fram komu í síðustu úttektum rússneskra eftirlitsmanna í íslenskum matvælafyrirtækjum var að framleiðendur þekktu ekki þá löggjöf sem gildir í Tollabandalaginu.  Í kjölfar þessa var ákveðið að ráðgjafar hjá Sýni myndu standa fyrir þessum fræðslu- og umræðufundi um löggjöfina og viðbrögð við helstu athugasemdum sem fram hafa komið í úttektum. Þátttakendum var síðan veitt staðfesting um þátttöku að fundi loknum.

Dóra S. Gunnarsdóttir fagsviðsstjóri hjá MAST var viðstödd fræðslufundinn sem fulltrúi frá Matvælastofnun til að svara þeim spurningum sem upp komu hjá þátttakendum.

Efni fundarins:

 • Farið var yfir hvaða reglugerðir gilda um innflutning í Tollabandalaginu fyrir matvæli úr dýraríkinu
 • Helstu kröfur sem þarf að hafa í huga þegar verið er að flytja matvæli til Tollabandalagsins
 • Farið var yfir úttektalista frá MAST
 • Farið var yfir helstu athugasemdir sem gerðar hafa verið í heimsóknum rússneskra úttektaaðila
 • Sýnatökuáætlanir fyrir kjöt og fisk
 • Úrbótaáætlanir
 • Umræður

 

IMG_0685

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Fundur um útflutning matvæla til Rússlands, Hvítarússlands og Kasakstans hjá Sýni 1. september n.k.

Ein af þeim athugasemdum sem fram komu í síðustu úttektum rússneskra eftirlitsmanna í íslenskum matvælafyrirtækjum var að framleiðendur þekktu ekki þá löggjöf sem gildir í Tollabandalaginu.  Í framhaldinu var ákveðið að Sýni myndi kynna sér gildandi reglugerðir og  helstu athugasemdir sem fram hafa komið í úttektum og standa fyrir fræðslu- og umræðufundi um löggjöfina og gefa út staðfestingu á þátttöku.

Verið er að reyna að fá fulltrúa frá MAST til að vera á staðnum og svara spurningum sem upp kunna að koma.

Efni fundarins:

 • Farið yfir hvaða reglugerðir gilda um innflutning í Tollabandalaginu fyrir matvæli úr dýraríkinu
 • Helstu kröfur sem þarf að hafa í huga þegar verið er að flytja matvæli til Tollabandalagsins
 • Farið yfir úttektalista frá MAST
 • Farið yfir helstu athugasemdir sem gerðar hafa verið í heimsóknum rússneskra úttektaaðila
 • Sýnatökuáætlanir fyrir kjöt og fisk
 • Úrbótaáætlanir

Dags.: 1. september 2015   kl.: 13:00 – 17:00

Staður: Matvælaskólinn hjá Sýni, Lynghálsi 3, 110 Reykjavík

Verð: 38.000 kr.

Skráning: í síma 512-3391 eða matvaelaskolinn@syni.is

 

 

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

19. júní 2015 – Lokað eftir hádegi í tilefni dagsins

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015 verður Rannsóknarþjónustan Sýni lokuð eftir hádegi 19.júní 2015.
Ef nauðsynlegt er að ná í starfsmenn rannsóknarstofu þá vinsamlegast hringið í síma 512-3383.
Með kveðju,
Rannsóknarþjónustan Sýni
admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...