fbpx

Sýni

Fréttir

Opnunartími í sumar

Frá og með 1 .júní 2015 verður opnunartíminn  hér hjá okkur í Sýni frá 8-16 alla virka daga.

 

Sjáumst!

summertime

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Vorboðinn ljúfi mættur í Sýni

Vorboðinn ljúfi er mættur hjá okkur í Sýni eins og sjá má á myndinni. Guðný skellti sér  í grillbúninginn og grillaði þessa líka dýrindis hamborgara fyrir okkur í hádegismat. Þess má þó geta að grillbúningur síðasta „vors“ var kraftgalli en þykk, hlý peysa og góður trefill dugðu í þetta skiptið.

 

2015-vorbodinn

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Það er bara alveg að koma að þessu.

Jæja nú er bara alveg að koma að þessu. Sumarið handan við hornið með brakandi blíðu og blóm í haga.

Við hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni og Matvælaskólanum hjá Sýni óskum viðskiptavinum okkar og ykkur öllum gleðilegs sumars.

Gleðilegt sumar

 

summer-hat

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Gleðilega Páska

Við hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni og Matvælaskólanum hjá Sýni óskum viðskiptavinum okkar öllum gleðilegra Páska og vonum að þið njótið Páskahátíðarinnar sem allra best.

 

easter_eggs_8

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsfólk Sýni á námskeiði um vinnuvernd.

Þann 9. mars var haldið námskeið um vinnuverd hjá okkur í Sýni. Valgerður Ásta fór þar yfir öryggis og heilbrigiðismál á vinnustöðum. Hún fór á fróðlegan og áhugaverðan hátt yfir efni um öryggis og heilbrigðisáætlun, þau lög og reglur sem gilda um vinnuvernd og yfir áhættuþætti á vinnustaðnum.  Ánægjulegt var að sjá hversu vel Sýni stendur sig varðandi öryggis- og heilbrigðisáætlunina. Þar voru útlistuð nokkur dæmi um fræðslu og forvarnarstarf sem fyrirtæki geta notað. Meðal annars námskeið og fyrirlestra um skyndhjálp og öryggismál, heilsufarsmælingar og bólusetningar, allt hlutir sem Sýni hefur nú þegar gert. Einnig var bent á að fyrirtæki ættu að stuðla að betri heilsu starfsmanna með þátttöku í heilsuátökum eins og Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna. Sýni stendur sig einnig vel í þessu eins og góð þáttaka í Lífslhaupinu gaf til kynna nú í vetur. Næstu skref í öryggismálum hjá Sýni eru svo kosning öryggistrúnaðarmanns og skipun öryggisvarðar. Þessir tveir aðilar munu sitja í öryggisnefnd sem mun huga að forvörnum um slys og atvinnusjúkdóma, tilkynna vinnuslys og fylgjast með að reglum fyrirtækisins um öryggismál sé fylgt.

 

Emplymnt_Ch5_Pt4_Occupational_Health_and_Safety

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...