fbpx

Sýni

Fréttir

Merkingar matvæla – Dankost

Við hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni höfum í gegnum árin þjónustað fjölda matvælafyrirtækja við merkingar á vörum sínum eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um merkingar matvæla. Gerð innihaldslýsinga, útreikningar á næringargildi og umbúðamerkingar almennt  eru helstu verkefnin.

Með tilkomu nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins (EB) nr.1169/2011 um matvælaupplýsingar sem tók gildi 13. desember 2014 munu kröfurnar aukast enn frekar.  (Vegna seinni gildistöku reglugerðarinnar hér á landi er gefinn frestur til 13. maí 2015 fyrir vörur á íslenskum markaði. Sjá bráðabirgðaákvæði í lok reglugerðar nr. 1294/2014.)

Til þess að þjónusta viðskiptavini okkar sem allra best höfum við nú tekið í notkun forrit sem kallast Dankost Pro sem er hugbúnaður þróaður af danska fyrirtækinu Dankost. Fyrirtækið hefur yfir 20 ára reynslu í að þróa hugbúnað til notkunar við matvælaframleiðslu. Forrit þetta inniheldur upplýsingar um næringargildi matvæla sem eru m.a. fengnar úr danska gagnagrunninum Födevaredatabanken, ameríska grunninum USDA (National Nutrient Database for Standard Reference) og ÍSGEM (íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla). Í Dankost er einnig hægt að útbúa innihaldslýsingar og útbúa data-/ vörulýsingablöð allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá ráðgjöfum okkar í síma 512-3380

 

IFT-and-FAO-agree-to-form-food-safety-partnership_strict_xxl

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið um merkingar matvæla

Námskeiðið „Merkingar matvæla“ er haldið þessa dagana hjá okkur í Matvælaskólanum hjá Sýni. Námskeiðið er fyrir alla þá sem koma að merkingum matvæla á einn eða annan hátt og fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og er 2×4 klukkustundir.

Með tilkomu reglugerðar Evrópusambandsins (EB) nr.1169/2011 um matvælaupplýsingar sem tók gildi 13. desember 2014 hafa kröfur um umbúðamerkingar aukist enn frekar.  Auk þess eru neytendur að verða meðvitaðri um innihald matvara og gera því meiri kröfur en áður t.d. hvað varðar innihaldslýsingar, næringargildi, merkingar á ofnæmisvöldum og notkun skráargatsins. Námskeiðið á að veita greinagóðar upplýsingar um allt er viðkemur nýjum reglum um matvælaupplýsingar.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins má finna hér. 

Áætlað er að halda næsta námskeið „Merkingar matvæla“ í lok apríl. Nánari dagsetning verður auglýst síðar.

shutterstock_118451380

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Sýni í Lífshlaupinu

Starfsfólk Rannsóknarþjónustunnar Sýni tekur þátt í lífshlaupinu 2015 eins og síðustu ár.

Ákveðið var að keppa líka innan fyrirtækisins í þremur liðum sem fengu nöfnin:

  • Rose Bengal kettirnir
  • Mamashrimps
  • Drífum okkur

Við búumst við spennandi keppni meðal starfsfólks Sýnis, enda flestir duglegir að hreyfa sig utan vinnutíma.

 

lifshlaupslogo_m_isimerki (1)

 

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Samstarf við Skjal ehf.

Rannsóknarþjónustan Sýni ehf og Skjal ehf. www.skjal.is hafa undirritað samstarfssamning.  Með því er það ætlun okkar að bjóða viðskiptavinum fyrirtækjanna sameinaða þjónustu sérfræðinga á matvælasviði og sérfræðinga á sviði skjalaþýðinga.  Við bindum vonir við að þetta gagnist viðskiptavinum t.d. í verkefnum tengdum merkingum á matvælum, þýðingum á gæðahandbókum ofl.

 

Proofreading-Copy-editing-round-m

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Vöfflukaffi

Hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni er að verða til frábær hefð, vöfflukaffi á föstudögum einu sinni í mánuði
Við mælum með: Belgískum vöfflum með Nizza súkkulaðismjöri, banönum, þeyttum rjóma og smá hlynsírópi til að toppa góðgætið!
vöfflur2      vöfflur
admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...