fbpx

Sýni

Fréttir

Fundur um útflutning matvæla til Rússlands, Hvítarússlands og Kasakstans hjá Sýni 1. september n.k.

Ein af þeim athugasemdum sem fram komu í síðustu úttektum rússneskra eftirlitsmanna í íslenskum matvælafyrirtækjum var að framleiðendur þekktu ekki þá löggjöf sem gildir í Tollabandalaginu.  Í framhaldinu var ákveðið að Sýni myndi kynna sér gildandi reglugerðir og  helstu athugasemdir sem fram hafa komið í úttektum og standa fyrir fræðslu- og umræðufundi um löggjöfina og gefa út staðfestingu á þátttöku.

Verið er að reyna að fá fulltrúa frá MAST til að vera á staðnum og svara spurningum sem upp kunna að koma.

Efni fundarins:

  • Farið yfir hvaða reglugerðir gilda um innflutning í Tollabandalaginu fyrir matvæli úr dýraríkinu
  • Helstu kröfur sem þarf að hafa í huga þegar verið er að flytja matvæli til Tollabandalagsins
  • Farið yfir úttektalista frá MAST
  • Farið yfir helstu athugasemdir sem gerðar hafa verið í heimsóknum rússneskra úttektaaðila
  • Sýnatökuáætlanir fyrir kjöt og fisk
  • Úrbótaáætlanir

Dags.: 1. september 2015   kl.: 13:00 – 17:00

Staður: Matvælaskólinn hjá Sýni, Lynghálsi 3, 110 Reykjavík

Verð: 38.000 kr.

Skráning: í síma 512-3391 eða matvaelaskolinn@syni.is

 

 

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

19. júní 2015 – Lokað eftir hádegi í tilefni dagsins

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015 verður Rannsóknarþjónustan Sýni lokuð eftir hádegi 19.júní 2015.
Ef nauðsynlegt er að ná í starfsmenn rannsóknarstofu þá vinsamlegast hringið í síma 512-3383.
Með kveðju,
Rannsóknarþjónustan Sýni
admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Opnunartími í sumar

Frá og með 1 .júní 2015 verður opnunartíminn  hér hjá okkur í Sýni frá 8-16 alla virka daga.

 

Sjáumst!

summertime

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Vorboðinn ljúfi mættur í Sýni

Vorboðinn ljúfi er mættur hjá okkur í Sýni eins og sjá má á myndinni. Guðný skellti sér  í grillbúninginn og grillaði þessa líka dýrindis hamborgara fyrir okkur í hádegismat. Þess má þó geta að grillbúningur síðasta „vors“ var kraftgalli en þykk, hlý peysa og góður trefill dugðu í þetta skiptið.

 

2015-vorbodinn

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...