fbpx

Sýni

Fréttir

Starfsfólk Sýni á skyndihjálparnámskeiði

Starfsmenn Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf. fengu Helga Finnbogason frá Rauða krossinum til þess að halda skyndihjálparnámskeið í húsakynnum Sýnis fyrir stuttu, og er þetta annað skiptið sem haldið er slíkt námskeið í Sýni. Námskeiðið er ætlað til þess að læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita aðstoð í bráðatilfellum. Helstu atrið sem farið var yfir, var að tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Eftir námskeiðið fengu þátttakendur skyndihjálparskírteini frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Starfsmenn Rannsóknarþjónustunnar Sýni voru mjög ánægðir með námskeiðið í heild sinni,  enda frábær leiðbeinandi með námskeiðið.

 

Hér er skemmtilegt myndband með fótboltakappanum Vinnie Jones sem hjálpar manni að muna réttu handttökin á ögurstundu    Vinnie Jones’ hard and fast Hands-only CPR

 

 

rki

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Ráðgjafar á námskeiði

Ráðgjafar Sýnis tóku sig til í lok sumars og sóttu sér endurmenntun hjá írskum ráðgjafa John Mohan sem kom hingað til lands og hélt 4. stigs HACCP námskeið á vegum Sýnis. Um var að ræða námskeið sem er haldið í Bretlandi og víða fyrir þá vilja ná sér í réttindi til kennslu á HACCP námskeiðum eða þurfa að sýna fram á víðtæka þekkingu á HACCP.

Aukin krafa hefur verið gerð í stöðlum eins og BRC og IFS um að aðilar geti sýnt fram á lágmarksþekkingu á HACCP. Þar hefur verið gerð krafa um stig 3 fyrir þá sem hafa umsjón með gæðakerfum og stig 4 fyrir þá sem kenna HACCP. Opinberar reglur gera einnig ráð fyrir lágmarksþekkingu á HACCP innan matvælafyrirtækja.

Ásamt ráðgjöfum Sýnis sóttu námskeiðið umsjónamenn gæðakerfa í matvælafyrirtækjum hér á Íslandi, miklir reynsluboltar og viðskiptavinir Sýnis. Gátu menn því miðlað af víðtækri reynslu sinni í þeirri verkefnavinnu sem unnin var á námskeiðinu og ekki síst þegar upp var staðið í mat og kaffi.

Ráðgjafar Sýnis höfðu bæði gagn og gaman af þessu námskeiði og munu nýta sér í ráðgjöf og kennslu á þeim námskeiðum sem Sýni bíður upp á varðandi HACCP, merkingar o.fl í vetur.

IMG_0556

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Hrekkjavaka í eldhúsinu hjá Sýni

Svona heppin erum við nú starfsfólkið í Sýni en hún Margot okkar kom með þessar gómsætu og flottu kökur í tilefni Hrekkjavökunnar.

Takk fyrir okkur Margot.

146

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...