fbpx

Sýni

Fréttir

Sýni í Lífshlaupinu

Starfsfólk Rannsóknarþjónustunnar Sýni tekur þátt í lífshlaupinu 2015 eins og síðustu ár.

Ákveðið var að keppa líka innan fyrirtækisins í þremur liðum sem fengu nöfnin:

  • Rose Bengal kettirnir
  • Mamashrimps
  • Drífum okkur

Við búumst við spennandi keppni meðal starfsfólks Sýnis, enda flestir duglegir að hreyfa sig utan vinnutíma.

 

lifshlaupslogo_m_isimerki (1)

 

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Samstarf við Skjal ehf.

Rannsóknarþjónustan Sýni ehf og Skjal ehf. www.skjal.is hafa undirritað samstarfssamning.  Með því er það ætlun okkar að bjóða viðskiptavinum fyrirtækjanna sameinaða þjónustu sérfræðinga á matvælasviði og sérfræðinga á sviði skjalaþýðinga.  Við bindum vonir við að þetta gagnist viðskiptavinum t.d. í verkefnum tengdum merkingum á matvælum, þýðingum á gæðahandbókum ofl.

 

Proofreading-Copy-editing-round-m

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Vöfflukaffi

Hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni er að verða til frábær hefð, vöfflukaffi á föstudögum einu sinni í mánuði
Við mælum með: Belgískum vöfflum með Nizza súkkulaðismjöri, banönum, þeyttum rjóma og smá hlynsírópi til að toppa góðgætið!
vöfflur2      vöfflur
admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsfólk Sýni á skyndihjálparnámskeiði

Starfsmenn Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf. fengu Helga Finnbogason frá Rauða krossinum til þess að halda skyndihjálparnámskeið í húsakynnum Sýnis fyrir stuttu, og er þetta annað skiptið sem haldið er slíkt námskeið í Sýni. Námskeiðið er ætlað til þess að læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita aðstoð í bráðatilfellum. Helstu atrið sem farið var yfir, var að tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Eftir námskeiðið fengu þátttakendur skyndihjálparskírteini frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Starfsmenn Rannsóknarþjónustunnar Sýni voru mjög ánægðir með námskeiðið í heild sinni,  enda frábær leiðbeinandi með námskeiðið.

 

Hér er skemmtilegt myndband með fótboltakappanum Vinnie Jones sem hjálpar manni að muna réttu handttökin á ögurstundu    Vinnie Jones’ hard and fast Hands-only CPR

 

 

rki

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...