fbpx

Sýni

Fréttir

Námskeið um innri úttektir og sannprófanir

Námskeiðið „Innri úttektir og sannprófanir“ verður haldið hér hjá Matvælaskólanum dagana 15. janúar (fyrri hluti) og 5. febrúar (seinni hluti) n.k.

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum matvæla- og framleiðslufyrirtækja og þá sem áhuga hafa á að fræðast um innri úttektir.

Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi, hvernig áætlun um innri úttektir er gerð, hvernig sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis er framkvæmd, mismunandi aðferðir til sannprófunar, hvernig best er að tryggja að úrbætur séu gerðar og hvernig þeim er fylgt eftir. Lögð verður áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. komið með skjöl úr eigin gæðakerfi og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðisins.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér

 

Quality-Audit1

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

HACCP námskeið á Sauðárkróki og Egilsstöðum

Nú höfum við hjá Matvælaskólanum sett dagsetningar fyrir tvö HACCP – „Gæði og öryggi alla leið“ – námskeið úti á landi í janúar. Þessi námskeið verða haldin annarsvegar á Sauðárkróki dagana 15.-16. janúar og hinsvegar á Egilsstöðum dagana 29.-30. janúar.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér til hægri á síðunni undir „Atburðir“ en skráning fer fram í matvaelaskólinn@syni.is eða í síma 512-3389

haccp_logo

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk Rannsóknarþjónustunnar Sýni og Matvælaskólans hjá Sýni óskar viðskiptavinum og samstarfsaðilum sínum gleðilegs nýs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári.  Megi árið 2014 verða okkur öllum til heilla.

New_Year_2014

 

 

 

 

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Kæru samstarfsaðilar

Við sendum okkar bestu óskir um

gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

Þökkum fyrir allt liðið með von um ánægjulegt og

gæfuríkt samstarf á komandi ári.

 

Jólakveðja

Starfsfólk Rannsóknarþjónustunnar Sýni og

Matvælaskólans hjá Sýni

merry_christmas_card1

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

12 bestu súpur í heimi – Námskeið

Námskeiðið 12 bestu súpur í heimi verður haldið hér hjá okkur í Matvælaskólanum fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi.

Súpunámskeiðið hefur alltaf verið eitt af vinsælustu  námskeiðunum hjá okkur

Hver vill ekki kunna að reiða fram dýrindis súpur við hvers kyns tilefni. Góðar súpur henta við öll tækifæri,  sem hagkvæmir og hollir heimilisréttir, í útileguna eða sumarbústaðinn,  forréttir eða aðalréttir í matarboðum ,  fyrir afmæli, brúðkaup eða hverskonar stórar eða smáar veislur.

Súpur sem eldaðar verða á námskeiðinu eru m.a.

  • Kjúklingabaunasúpa með reyktu kjöti, tómötum og spínati
  • Thailensk súpa með núðlum og fiski
  • Frönsk súpa með pistou kryddolíu
  • Grænmetis- og pastasúpa
  • Súpa frá Norður Afríku
  • Kraftmikil linsubaunasúpa
  • Grænmetissúpa úr bökuðu rótargrænmeti
  • Súpa með fennel, tómat og fiski
  • Fiskisúpan hennar Siggu á alþingi

 

Allar nánari upplýsingar má finna hér

tortilla_soup_420_2spoons

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir
Close
loading...