fbpx

Sýni

Fréttir

Afmæli Sýni og nýjir starfsmenn

Þann 1. apríl sl. hélt Rannsóknarþjónustan Sýni uppá 21 árs afmæli sitt  og í  tilefni dagsins var boðið uppá þessa fínu marsipan afmælistertu á starfsmannafundi. Einnig er gaman að geta þess að nú eru starfsmenn Sýni orðnir 25 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Nú í byrjun apríl bættust einmitt tveir nýjir starfsmenn í þennan fríða starfsmannahóp en þetta eru þær Birta Þórsdóttir og Nili Ben-Ezra.
Birta mun starfa sem aðstoðarmaður í ráðgjöfinni og við námskeið auk þess sem hún sér um þrif og ýmis önnur verkefni. Hún er með stúdentspróf frá Kvennó og gekk í Húsmæðraskólann í Reykjavík en hennar helstu áhugamál eru handavinna og líkamsrækt.  Hún var í lífefna-og sameindalíffræði í vetur og stefnir á áframhaldandi háskólanám í haust.  Hún vinnur einnig hlutastarf í Gallabuxnabúðinni í Kringlunni og sem þjónn í Gullhömrum veisluþjónustu.
Nili mun starfa inná efnagreiningum en hún er með stúdentspróf af náttúrufræðibraut og er sérhæfður rannsóknarmaður eftir nám hjá Iðntæknistofnun. Hún er gift og á tvo syni sem heita Emil og Adam. Nili starfaði áður við efnagreiningar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en hennar helstu áhugamál eru heilbrigður lífstíll, ferðalög, list og handavinna.

Við bjóðum þær Birtu og Nili velkomnar til starfa hér hjá okkur í Sýni og óskum Sýni og okkur öllum innilega til hamingju með afmælið.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið – HACCP Uppfærsla

Þann 11. mars næstkomandi verður námskeiðið HACCP  Uppfærsla haldið hjá okkur í Sýni en námskeið þetta er ætlað fyrir þá sem þegar hafa tekið HACCP námskeið en vilja uppfæra þekkingu sína í samræmi við nýjar kröfur.

Á námskeiðinu er áherlsa lögð á nýja skoðunarhandbók frá MAST (útgefin í apríl 2012) og farið er í upprifjun á hættugreiningu þar sem aðferðafræðin er skoðuð og verkefni unnin út frá því.

Einnig:

  • Ný matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Megin áhersla lögð á öryggi í gegnum alla fæðukeðjuna.
  • Forvarnir með áherslu á þjálfun starfsfólks, kröfur til birgja og fyrirbyggjandi viðhald.
  • Rekjanleiki og innri úttektir.

 

Námskeiðið er einn dagur og hefst kl 8:30 en lýkur kl 16:00

Skráning fer fram í síma 512-3389 eða í matvaelaskolinn@syni.is

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Hreinlæti, þrif og góður matur – Námskeið

Nýtt og spennandi námskeið er að fara í gang hjá Matvælaskólanum en það kallast „Hreinlæti, þrif og góður matur“. Námskeið þetta er ætlað starfsfólki í mötuneytum sem vill auka við þekkingu sína.  Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist helstu vinnureglum í eldhúsi þegar kemur að meðhöndlun matvæla og hreinlæti. Í lok námskeiðsins er farið í einfalda matargerð og fá svo allir að njóta afrakstursins.  Allar nánari upplýsingar má finna hér

Salad_platter02_crop

admin birti undir Fréttir, Námskeið
2 athugasemdir

Námskeið um innri úttektir og sannprófanir

Námskeiðið „Innri úttektir og sannprófanir“ verður haldið hér hjá Matvælaskólanum dagana 15. janúar (fyrri hluti) og 5. febrúar (seinni hluti) n.k.

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum matvæla- og framleiðslufyrirtækja og þá sem áhuga hafa á að fræðast um innri úttektir.

Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi, hvernig áætlun um innri úttektir er gerð, hvernig sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis er framkvæmd, mismunandi aðferðir til sannprófunar, hvernig best er að tryggja að úrbætur séu gerðar og hvernig þeim er fylgt eftir. Lögð verður áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. komið með skjöl úr eigin gæðakerfi og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðisins.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér

 

Quality-Audit1

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

HACCP námskeið á Sauðárkróki og Egilsstöðum

Nú höfum við hjá Matvælaskólanum sett dagsetningar fyrir tvö HACCP – „Gæði og öryggi alla leið“ – námskeið úti á landi í janúar. Þessi námskeið verða haldin annarsvegar á Sauðárkróki dagana 15.-16. janúar og hinsvegar á Egilsstöðum dagana 29.-30. janúar.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér til hægri á síðunni undir „Atburðir“ en skráning fer fram í matvaelaskólinn@syni.is eða í síma 512-3389

haccp_logo

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir
Close
loading...