fbpx

Sýni

Fréttir

Námskeið fyrir matgæðinga – Norður afrískur matur

Nú er opið fyrir skráningar á námskeiðið okkar Norður afrískur matur – til að njóta, sem haldið verður þann 22. október n.k. kl 17-20. Námskeiðið hefst með stuttri fræðslu um helstu krydd og hráefni sem notuð eru í Norður Afrískri matargerð. Að því loknu eldum við saman dýrindis Norður Afríska máltíð og borðum saman.

Matseðill námskeiðsins

  • Grænmetisréttur með saffrani og Harissa
  • Marínerað kúskússalat að hætti Jamie Oliver
  • Þorskhnakkar með sítrónu cherumoula
  • Flatbrauð frá norður afríku
  • Lambakjöt með kanil og apríkósum
  • Gulrætur með cummin og cilantró
  • Kjúklinga tagine
  • Laufléttur eftirréttur á norður afríska vísu

 

Verð: 12.500 kr.

Kennari á námskeiðinu er Guðrún Adolfsdóttir

nordur-afriskur-matur

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Haustið fer vel af stað

Haustið fer vel af stað hér hjá okkur í Sýni þó það hafi kannski komið full snemma, allavega hvað veðrið varðar.  Okkur finnst veturinn hafa verið full stutt í sumarfríi þetta árið og vonum að hann verði aðeins lengur í fríi á því næsta.  En nóg um veðrið.

Þegar hefur verið haldið eitt mjög vel heppnað HACCP námskeið hjá Matvælaskólanum og skráning á næsta námskeið sem verður haldið dagana 6.-8. er þegar hafin.  Matreiðslunámskeiðið „Austurlandahraðlestin“ á vegum Fjölmenntar hófst í skólanum í þessari viku  og mætir einn flottur 6 manna hópur hér hjá okkur á mánudögum og lærir austurlenska matargerð í tvo tíma í senn.  Það námskeið mun standa í alls 10 vikur. Skráningar eru einnig hafnar á matreiðslunámskeið fyrir almenning og má finna nánari upplýsingar um þau hér á síðunni undir Atburðir.

Önnur  verkefni eru í fullum gangi og má þar m.a. nefna gæðaúttektir, hreinlætiseftirlit, þjónustukannanir, skynmat,  umbúðamerkingar, örveru- og efnamælingar  og ráðgjöf um allt milli himins og jarðar sem snýr að matvæla- og fóðuriðnaðinum.

haust-grasker

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Nýr starfsmaður í ráðgjöfinni

gudny-gudmunds

Nú í byrjun september fengum við hjá Sýni til liðs við okkur nýjan starfsmann hana Guðnýju Guðmundsdóttur. Guðný mun bætast í hóp ráðgjafanna okkar en hún er með mastersgráðu í matvælafræði og er auk þess með kennsluréttindi. Guðný hefur m.a. komið að hinum ýmsu verkefnum hjá RF, starfað sem sérfræðingur á rannsóknarstofu Actavis og sem framhaldsskólakennari í Menntaskólanum á Akureyri. Einnig sinnti Guðný gæðaeftirliti í matvælaframleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum. Guðný býr því yfir víðtækri reynslu og þekkingu sem mun nýtast vel í ráðgjafastarfinu hjá Sýni.

Guðný er gift Hersi Sigurgeirssyni dósent í HÍ og eiga þau tvö börn þau Sesar sem er á fyrsta ári í framhaldsskóla og Katrínu sem er í 7. Bekk í Vesturbæjarskóla. Áhugamálin snúast að mestu um hreyfingu og útiveru en Guðný leggur stund á skíði, fjallgöngur og hlaup.

Við bjóðum hana Guðnýju velkomna til starfa hjá Sýni.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið: HACCP gæðakerfið – Gæði og öryggi alla leið

haccp-epli

Nú er komin dagsetning á fyrsta námskeið vetrarins um HACCP gæðakerfið.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má nálgast hér.
Á allra næstu dögum munum við svo setja inn dagsetningar fyrir fleiri námskeið um HACCP gæðakerfið auk matreiðslunámskeiða sem haldin verða nú í haust.  Má þar t.d. nefna  Ekta indverskur matur, 12 bestu súpur í heimi og  Ítalskur sveitamatur.  Einnig munu námskeiðin Að mörgu er að hyggja í mötuneytinu og  Meðhöndlun matvæla  verða haldin í haust.

Fylgist því vel með okkur á næstunni.

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Ilmurinn úr eldhúsinu okkar

IMG_2964Við hjá Sýni erum svo heppin að hafa tvær góðar konur úr okkar starfsmannahópi sem sjá um að gefa okkur starfsfólkinu að borða í hádeginu þrjá daga í viku samhliða því að starfa við ætagerð á örverustofunni. Þetta eru þær Guðný og Margot og er skemmst frá því að segja að þær eru algjörir snillingar í matargerð og sjá okkur fyrir afar góðum og næringarríkum máltíðum.  Fyrirkomulagið er þannig að þær stöllur bregða sér úr hvítu sloppunum og setja á sig svuntur í hádeginu þrjá daga í viku, einn dag í viku er nestisdagur og svo er pantaður inn matur einu sinni í viku. Þær sjá um að versla inn vikulega og er þar hollustan og hagkvæmnin ávallt höfð í fyrirrúmi. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og er starfsfólkið afar ánægt. Þær Margot og Guðný eru duglegar að prófa nýjar uppskriftir og nú er stefnan að reyna að setja þessar uppskriftir og fleiri hérna inná síðuna í auknum mæli. Við byrjum á að setja inn uppskrift af ananas- og gulrótarsúpu sem sló í gegn hjá þeim um daginn.

Á myndinni má sjá hana Guðný grilla hamborgara (já hamborgarar geta líka verið hollir) á fallegum íslenskum sumardegi nú í júlí.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...