fbpx

Sýni

Fréttir

Fimm háskólagráður…..

Nú um miðjan júní luku þrír starfsmenn hjá Sýni BS og Mastersgráðum frá HÍ og Háskólanum á Akureyri og voru því útskrifaðir við hátíðlegar athafnir.

Hafrún Dögg útskrifaðist með BS í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri þann 15. júní s.l. Hafrún ætlar að taka sér eitthvað frí frá námi í bili en hugsar að Mastersgráða í matvælafræði verði fyrir valinu í framtíðinni.

Arnar útskrifaðist með BS í lífefnafræði frá HÍ en hann ætlar að vinna í eitt ár og nýta þann tíma til að ákveða hvaða mastersnám veður fyrir valinu í framhaldinu.

Hún Þóra Ýr er með BS  í matvælafræði en Þóra útskrifaðist núna í júní frá HÍ með meistarapróf í greininni. Meistaraprófs ritgerðin hennar fjallaði um; Stöðuleika fjöllaga ýra úr mismunandi gerðum kítósan til notkunar á örferjum fyrir lífvirk efni. Prófskírteinið fékk hún frá HÍ en rannsóknina gerði hún í University of Massachusetts í Bandaríkjunum.

Við hjá Sýni viljum óska samstarfsfólki okkar þeim Hafrúnu Dögg, Arnari og Þóru Ýr innilega til hamingju með þennan áfanga.

 

bilde

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsmenn Sýni á námskeiði fyrir úttektaraðila hjá BRC í London

brcRannsóknarþjónustan Sýni vinnur nú að því að þjálfa upp tvo af starfsmönnum sínum í því að framkvæma úttektir í matvælafyrirtækjum samkvæmt BRC Global Food Standard for Food Safety, Issue 6 í samstarfi við Sai Global

Sai Global er alþjóðlegur vottunaraðili fyrir marga mismunandi staðla þar á meðal staðla sem tengjast matvælaöryggi (BRC, IFS og ISO 22000) og rekjanleika. Sýni hefur um árabil unnið sem undirverktaki hjá Sai Global (Global Trust) við úttektir á MSC, IFFO og RFM stöðlunum sem fjalla um að hráefni sé aflað á ábyrgan hátt og sé rekjanlegt á veiðisvæði.

Til að geta þjónustað íslenskan matvælaiðnað enn betur er ætlunin að bæta við hæfni starfsmanna okkar hjá Sýni til að taka út staðla sem tengjast matvælaöryggi. Að því tilefni fóru þær Ása og Ásta til London á námskeið hjá BRC academy fyrir úttektaraðila á BRC Global Food Standard for Food Safety, Issue 6.

Námskeiðið er liður í þjálfun á aðilum sem vilja gerast úttektaraðilar samkvæmt kröfum staðalsins. Á námskeiðinu voru tekin fyrir þau atriði sem helst ber að skoða þegar verið er að taka út matvælafyrirtæki m.t.t.matvælaöryggis og gæða. Einnig var farið yfir kröfur staðalsins grein fyrir grein og útskýrt hvað þarf til að fyrirtæki uppfylli þessar kröfur, markmið staðalsins og tækni við úttektir.

Þátttaka á námskeiðinu gaf okkur djúpan og gagnlegan skilning á BRC staðlinum og þeirri aðferðafræði sem notuð er við úttektir samkvæmt honum. Þátttakendur á námskeiðinu voru 12 talsins frá hinum ýmsu greinum matvælaiðnaðarins ásamt ráðgjöfum. Að mati Ástu og Ásu var mjög gagnlegt að hitta þetta fólk og ræða þau ýmsu málefni sem tengjast matvælaöryggi þá fjóra daga sem námskeiðið varði.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Sumir starfsmenn eru sumarstarfsmenn

Já sumir starfsmenn eru sumarstarfsmenn hér hjá okkur í Sýni. Fjórir starfsmenn hafa verið ráðnir til sumarafleysinga og viljum við bjóða þau öll velkomin til starfa.

Erna Jónsdóttir er 22 ára líffræðinemi en hún mun leysa af sem rannsóknarmaður á örverustofu. Erna stefnir á að ljúka mastersnámi í annaðhvort náttúru- eða sloppalíffræði.

Karen Lekve er 19 ára en hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum um jólin. Hún mun hefja nám í lyfjafræði í haust. Karen hefur verið hjá okkur áður en hún er fjölhæf mjög og gengur í hin ýmsu störf eins og skýrslugerð, ætagerð, aðstoðarstörf í ráðgjöfinni og jafnvel matargerð í eldhúsi starfsmanna.

Arnar Guðmundsson er 23 ára en hann leysir af sem rannsóknarmaður á örverustofu. Arnar hefur verið með annan fótinn inná rannsóknarstofu hjá okkur í vetur með námi en hann útskrifaðist einmitt frá Háskóla Íslands núna á laugardaginn með B.Sc. í lífefnafræði.  Óskum við honum innilega til hamingju með áfangann. Arnar stefnir á að klára Ph.D. í lífefnafræði eða tengdri grein.

Guðrún Valdís Jónsdóttir er 19 ára stúdent af náttúrufræðibraut frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Hún mun hefja nám í lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands í haust. Guðrún leysir af sem rannsóknarmaður á örverustofu.

Við bjóðum þau Ernu, Karen, Arnar og Guðrúnu hjartanlega velkomin til starfa hjá Sýni.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Rannsóknarþjónustan Sýni á Facebook

Það er helst í fréttum hjá okkur hér hjá Sýni að nú má finna okkur á Facebook. Jújú undur og stórmerki gerast.

Endilega kíkið á síðuna og gerið Like.  Okkur má finna undir nafninu Rannsóknarþjónustan Sýni.

images

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Dankost Pro

Nú á næstunni munum við hjá Sýni taka í notkun forrit sem kallast Dankost Pro sem er hugbúnaður þróaður af danska fyrirtækinu Dankost. Fyrirtækið hefur yfir 20 ára reynslu í að þróa hugbúnað til notkunar við matvælaframleiðslu. Þeirra nýjasta afurð er Dankost Pro. Forrit þetta inniheldur upplýsingar um næringargildi matvæla sem fengnar eru m.a. úr danska gagnagrunninum Födevaredatabanken, ameríska grunninum USDA (National Nutrient Database for Standard Reference) og ÍSGEM (íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla). Dankost Pro mun því nýtast okkur til að þjónusta okkar viðskiptavini sem þurfa að láta reikna út næringargildi á sínum framleiðsluvörum og útbúa innihaldslýsingar.  Dankost Pro er nú þegar notað af nokkur þúsund viðskiptavinum Dankost víðsvegar um heiminn m.a. af fyrirtækjum í  matvælaframleiðslu, innflutningsfyrirtækjum, eldhúsum og mötuneytum, af matvæla- og næringarfræðingum,  ráðgjafafyrirtækjum og við kennslu. Við hjá Sýni sjáum fram á mikla aukningu í verkefnum með tilkomu nýrrar merkingarreglugerðar  EB nr. 1169/2011 sem er í innleiðingarferli. Þar mun Dankost Pro nýtast okkur vel en þetta er liður í því  að undirbúa okkur svo við getum þjónustað okkar kúnna sem best.

Moduler-med-logo-ny

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...