fbpx

Sýni

Fréttir

Ný heimasíða

Jæja þá er nýja heimasíða Rannsóknarþjónustunnar Sýni og Matvælaskólans komin í loftið.  Það var hann Egill Harðarson vefhönnuður sem sá um að hanna þessa fallegu síðu fyrir okkur.  Við erum þó enn að vinna í að uppfæra efni á síðunni og breyta og bæta og eru ábendingar jafnan vel þegnar um það sem betur má fara. Ekki munu allar þær fréttir sem voru á gömlu síðunni verða birtar hér en ef þess er óskað sérstaklega að fá að nálgast gamlar fréttir þá er lítið mál að verða við því.

Heyrst hefur að Sýni ætli jafnvel að ganga skrefinu lengra og skrá sig á Fésbókina góðu eins og svo margur.  Fáum við Like á það?

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

HACCP námskeiði á Ísafirði lokið

Haldið var 2ja daga HACCP – Gæði og öryggi alla leið- námskeið fyrir starfsfólk úr fiskvinnslugeiranum á Ísafirði nú í síðustu viku. Námskeiðið var haldið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á vegum Matvælaskólans hjá Sýni. Guðrún Elísabet hélt námskeiðið og voru þátttakendur um 20 talsins sem verður að teljast mjög góð þátttaka. meira

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Stóreldhúsið 2011

Dagana 27. og 28. október s.l. fór fram sýningin Stóreldhúsið 2011 þar sem Sýni deildi kynningarbás með Verkís. meira

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Sýni á Sjávarútvegssýningunni 2011

Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. mun taka þátt í Sjávarútvegssýningunni 2011 sem fram fer dagana 22.-24. september n.k. og við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta okkar viðskiptavini þar en Sýni mun deila bás G-56 með Verkís.

meira

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...