fbpx

Sýni

Fréttir

Flokkun lífræns sorps

Sýni ehf. hefur fært starfsmönnum sínum grænar körfur fyrir lífræna söfnun og maíspoka til notkunar í þeim. Starfsmönnum stendur til boða að flokka lífrænt sorp sem fellur til heima hjá þeim og taka það með sér til vinnu þaðan sem Sýni ehf. ráðstafar því á viðeigandi hátt.

Starfsfólk Sýnis með körfurnar sínar

Vill Sýni ehf. með þessu bregðast við því að flokkun lífræns sorps sé ekki skyldubundin á höfuðborgarsvæðinu og leggja sitt af mörkum til betra samfélags og umhverfis.

admin birti undir Fréttir
2 athugasemdir

Kynning á Dankost Pro hugbúnaðinum

Fáðu ítarlegt yfirlit yfir innihaldslýsingar og næringargildi matvæla.

Við viljum bjóða þér að kynnast hugbúnaðinum @Dankost PRO á Íslandi, dagana 11.02.2019 og 14.02.2019

Hugbúnaðurinn heldur m.a. utan um uppskriftir og næringargildi matvæla fyrir matvælaframleiðslu og allt sem viðkemur uppskriftum, kostnaðarútreikningi og framleiðslustjórnun í rekstri stóreldhúsa og mötuneyta.

Mánudagur 11.02.2019

Kl.10:00       Kynning aðallega fyrir matvælafyrirtæki/framleiðendur.

Kl.14:00       Kynning aðallega fyrir matvælafyrirtæki/framleiðendur.

Fimmtudagur 14.02.2019

Kl.10:00       Kynning aðallega fyrir matvælafyrirtæki/framleiðendur.

Kl.14:00       Kynning aðallega fyrir rekstraraðila stóreldhúsa.

Kynningarnar verða haldnar hér hjá Sýni ehf  Víkurhvarfi 3, 203 Kópavogi.

Hægt er lesa nánari upplýsingar um @DANKOST PRO hugbúnaðinn hér

Dankost Pro Software for food industry

Ath. að kynningin fer fram á ensku og tekur um það bil 1,5-2 tíma, vinsamlega tilkynnið þáttöku á info@dankost.dk.

Vonumst til að sjá ykkur

Med venlig hilsen/ Með kveðju/ Best regards
 
Birgith Hasselgren, Seniorkonsulent
bh@dankost.dk

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Ólöf Hafsteinsdóttir ráðgjafi með erindi á Sjávarútvegssýningunni 2018

Hún Ólöf Hafsteinsdóttir matvælafræðingur og ráðgjafi hjá okkur í Sýni verður með erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 sem fram fer í Hörpu dagana 15.-16. nóvember.

Erindið hennar Ólafar ber heitið „Áskoranir á tímum aukinnar sjálfvirkni í sjávarútvegi – Ráð undir rifi hverju“

Ólöf mun flytja erindi sitt föstudaginn 16. nóvember kl. 10:25 í Silfurbergi B í Hörpu.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...