fbpx

Sýni

Fréttir

Eftirmiðdagsfundur: Matarsóun og matvælaöryggi

Miðvikudaginn 6. nóvember kl. 15:00 heldur Sýni opinn fund þar sem fjallað verður um matarsóun og matvælaöryggi. Velt verður upp spurningum á borð við:

Hvað er verið að gera vel og hvað ber að varast? 

Hvað getum við gert sem einstaklingar?

Hvað getum við gert sem starfsmenn?

Matvælaöryggisstikan – eru öll matvæli jafn örugg eftir opnun?

Allir velkomnir, vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan.
Sýni er til húsa að Víkurhvarfi 3, Kópavogi. Fundarsalur á 1. hæð.

[ninja_forms id=10]
admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsfólk Sýnis og Skjals flokkar lífrænt heimilissorp.

Í byrjun febrúar á þessu ári gáfu Sýni og Skjal starfsfólki sínu græna tunnu og maíspoka til þess að flokka lífrænt heimilissorp frá öðru sorpi og koma með í söfnunartunnu hjá Sýni. Með því er komið til móts við mikinn áhuga starfsmanna um frekari flokkun sorps. Sýni og Skjal flokka lífrænt heimilissorp frá öðru sorpi sem fellur til á kaffistofu og var meðalmagn u.þ.b. 65 kg á mánuði á síðasta ári.

Skemmst er frá því að segja að á þeim sjö mánuðum sem starfsfólk hefur komið með lífrænan úrgang að heiman hefur magnið aukist um 80 kg á mánuði sem samsvarar rúmlega 3 kg á hvern starfsmann á mánuði. Heildarmagn af lífrænum úrgangi frá heimilum starfsfólks, sem annars hefði farið í almennt óflokkað sorp á þessu tímabili er því rúmlega hálft tonn.

Starfsfólk Sýnis og Skjals hvetja önnur fyrirtæki til að skoða þennan möguleika til að aðstoða starfsfólk sitt við að gera enn betur varðandi flokkun sorps.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Morgunverðarfundur: Er listería vaxandi vandamál?

Miðvikudaginn 5. júní kl. 8.30 heldur Sýni opinn morgunverðarfund þar sem fjallað verður um listeríu og velt verður upp spurningum á borð við:

Er listería að aukast eða er verið að leita betur?
Hvar eru ógnirnar?
Hvernig verjumst við listeríu?

Auk þess verður farið almennt yfir tilkynningarskyldu, listeríugreiningar, sýnatökur og mælingar.

Allir velkomnir, vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan.
Sýni er til húsa að Víkurhvarfi 3, Kópavogi. Fundarsalur á 1. hæð.

[ninja_form id=8]

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Flokkun lífræns sorps

Sýni ehf. hefur fært starfsmönnum sínum grænar körfur fyrir lífræna söfnun og maíspoka til notkunar í þeim. Starfsmönnum stendur til boða að flokka lífrænt sorp sem fellur til heima hjá þeim og taka það með sér til vinnu þaðan sem Sýni ehf. ráðstafar því á viðeigandi hátt.

Starfsfólk Sýnis með körfurnar sínar

Vill Sýni ehf. með þessu bregðast við því að flokkun lífræns sorps sé ekki skyldubundin á höfuðborgarsvæðinu og leggja sitt af mörkum til betra samfélags og umhverfis.

admin birti undir Fréttir
2 athugasemdir

Kynning á Dankost Pro hugbúnaðinum

Fáðu ítarlegt yfirlit yfir innihaldslýsingar og næringargildi matvæla.

Við viljum bjóða þér að kynnast hugbúnaðinum @Dankost PRO á Íslandi, dagana 11.02.2019 og 14.02.2019

Hugbúnaðurinn heldur m.a. utan um uppskriftir og næringargildi matvæla fyrir matvælaframleiðslu og allt sem viðkemur uppskriftum, kostnaðarútreikningi og framleiðslustjórnun í rekstri stóreldhúsa og mötuneyta.

Mánudagur 11.02.2019

Kl.10:00       Kynning aðallega fyrir matvælafyrirtæki/framleiðendur.

Kl.14:00       Kynning aðallega fyrir matvælafyrirtæki/framleiðendur.

Fimmtudagur 14.02.2019

Kl.10:00       Kynning aðallega fyrir matvælafyrirtæki/framleiðendur.

Kl.14:00       Kynning aðallega fyrir rekstraraðila stóreldhúsa.

Kynningarnar verða haldnar hér hjá Sýni ehf  Víkurhvarfi 3, 203 Kópavogi.

Hægt er lesa nánari upplýsingar um @DANKOST PRO hugbúnaðinn hér

Dankost Pro Software for food industry

Ath. að kynningin fer fram á ensku og tekur um það bil 1,5-2 tíma, vinsamlega tilkynnið þáttöku á info@dankost.dk.

Vonumst til að sjá ykkur

Med venlig hilsen/ Með kveðju/ Best regards
 
Birgith Hasselgren, Seniorkonsulent
bh@dankost.dk

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...