fbpx

Sýni

Fréttir

Starfsfólk Sýni á námskeiði um vinnuvernd.

Þann 9. mars var haldið námskeið um vinnuverd hjá okkur í Sýni. Valgerður Ásta fór þar yfir öryggis og heilbrigiðismál á vinnustöðum. Hún fór á fróðlegan og áhugaverðan hátt yfir efni um öryggis og heilbrigðisáætlun, þau lög og reglur sem gilda um vinnuvernd og yfir áhættuþætti á vinnustaðnum.  Ánægjulegt var að sjá hversu vel Sýni stendur sig varðandi öryggis- og heilbrigðisáætlunina. Þar voru útlistuð nokkur dæmi um fræðslu og forvarnarstarf sem fyrirtæki geta notað. Meðal annars námskeið og fyrirlestra um skyndhjálp og öryggismál, heilsufarsmælingar og bólusetningar, allt hlutir sem Sýni hefur nú þegar gert. Einnig var bent á að fyrirtæki ættu að stuðla að betri heilsu starfsmanna með þátttöku í heilsuátökum eins og Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna. Sýni stendur sig einnig vel í þessu eins og góð þáttaka í Lífslhaupinu gaf til kynna nú í vetur. Næstu skref í öryggismálum hjá Sýni eru svo kosning öryggistrúnaðarmanns og skipun öryggisvarðar. Þessir tveir aðilar munu sitja í öryggisnefnd sem mun huga að forvörnum um slys og atvinnusjúkdóma, tilkynna vinnuslys og fylgjast með að reglum fyrirtækisins um öryggismál sé fylgt.

 

Emplymnt_Ch5_Pt4_Occupational_Health_and_Safety

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Merkingar matvæla – Dankost

Við hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni höfum í gegnum árin þjónustað fjölda matvælafyrirtækja við merkingar á vörum sínum eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um merkingar matvæla. Gerð innihaldslýsinga, útreikningar á næringargildi og umbúðamerkingar almennt  eru helstu verkefnin.

Með tilkomu nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins (EB) nr.1169/2011 um matvælaupplýsingar sem tók gildi 13. desember 2014 munu kröfurnar aukast enn frekar.  (Vegna seinni gildistöku reglugerðarinnar hér á landi er gefinn frestur til 13. maí 2015 fyrir vörur á íslenskum markaði. Sjá bráðabirgðaákvæði í lok reglugerðar nr. 1294/2014.)

Til þess að þjónusta viðskiptavini okkar sem allra best höfum við nú tekið í notkun forrit sem kallast Dankost Pro sem er hugbúnaður þróaður af danska fyrirtækinu Dankost. Fyrirtækið hefur yfir 20 ára reynslu í að þróa hugbúnað til notkunar við matvælaframleiðslu. Forrit þetta inniheldur upplýsingar um næringargildi matvæla sem eru m.a. fengnar úr danska gagnagrunninum Födevaredatabanken, ameríska grunninum USDA (National Nutrient Database for Standard Reference) og ÍSGEM (íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla). Í Dankost er einnig hægt að útbúa innihaldslýsingar og útbúa data-/ vörulýsingablöð allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá ráðgjöfum okkar í síma 512-3380

 

IFT-and-FAO-agree-to-form-food-safety-partnership_strict_xxl

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið um merkingar matvæla

Námskeiðið „Merkingar matvæla“ er haldið þessa dagana hjá okkur í Matvælaskólanum hjá Sýni. Námskeiðið er fyrir alla þá sem koma að merkingum matvæla á einn eða annan hátt og fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og er 2×4 klukkustundir.

Með tilkomu reglugerðar Evrópusambandsins (EB) nr.1169/2011 um matvælaupplýsingar sem tók gildi 13. desember 2014 hafa kröfur um umbúðamerkingar aukist enn frekar.  Auk þess eru neytendur að verða meðvitaðri um innihald matvara og gera því meiri kröfur en áður t.d. hvað varðar innihaldslýsingar, næringargildi, merkingar á ofnæmisvöldum og notkun skráargatsins. Námskeiðið á að veita greinagóðar upplýsingar um allt er viðkemur nýjum reglum um matvælaupplýsingar.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins má finna hér. 

Áætlað er að halda næsta námskeið „Merkingar matvæla“ í lok apríl. Nánari dagsetning verður auglýst síðar.

shutterstock_118451380

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Sýni í Lífshlaupinu

Starfsfólk Rannsóknarþjónustunnar Sýni tekur þátt í lífshlaupinu 2015 eins og síðustu ár.

Ákveðið var að keppa líka innan fyrirtækisins í þremur liðum sem fengu nöfnin:

  • Rose Bengal kettirnir
  • Mamashrimps
  • Drífum okkur

Við búumst við spennandi keppni meðal starfsfólks Sýnis, enda flestir duglegir að hreyfa sig utan vinnutíma.

 

lifshlaupslogo_m_isimerki (1)

 

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Samstarf við Skjal ehf.

Rannsóknarþjónustan Sýni ehf og Skjal ehf. www.skjal.is hafa undirritað samstarfssamning.  Með því er það ætlun okkar að bjóða viðskiptavinum fyrirtækjanna sameinaða þjónustu sérfræðinga á matvælasviði og sérfræðinga á sviði skjalaþýðinga.  Við bindum vonir við að þetta gagnist viðskiptavinum t.d. í verkefnum tengdum merkingum á matvælum, þýðingum á gæðahandbókum ofl.

 

Proofreading-Copy-editing-round-m

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Vöfflukaffi

Hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni er að verða til frábær hefð, vöfflukaffi á föstudögum einu sinni í mánuði
Við mælum með: Belgískum vöfflum með Nizza súkkulaðismjöri, banönum, þeyttum rjóma og smá hlynsírópi til að toppa góðgætið!
vöfflur2      vöfflur
admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsfólk Sýni á skyndihjálparnámskeiði

Starfsmenn Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf. fengu Helga Finnbogason frá Rauða krossinum til þess að halda skyndihjálparnámskeið í húsakynnum Sýnis fyrir stuttu, og er þetta annað skiptið sem haldið er slíkt námskeið í Sýni. Námskeiðið er ætlað til þess að læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita aðstoð í bráðatilfellum. Helstu atrið sem farið var yfir, var að tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Eftir námskeiðið fengu þátttakendur skyndihjálparskírteini frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Starfsmenn Rannsóknarþjónustunnar Sýni voru mjög ánægðir með námskeiðið í heild sinni,  enda frábær leiðbeinandi með námskeiðið.

 

Hér er skemmtilegt myndband með fótboltakappanum Vinnie Jones sem hjálpar manni að muna réttu handttökin á ögurstundu    Vinnie Jones’ hard and fast Hands-only CPR

 

 

rki

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Ráðgjafar á námskeiði

Ráðgjafar Sýnis tóku sig til í lok sumars og sóttu sér endurmenntun hjá írskum ráðgjafa John Mohan sem kom hingað til lands og hélt 4. stigs HACCP námskeið á vegum Sýnis. Um var að ræða námskeið sem er haldið í Bretlandi og víða fyrir þá vilja ná sér í réttindi til kennslu á HACCP námskeiðum eða þurfa að sýna fram á víðtæka þekkingu á HACCP.

Aukin krafa hefur verið gerð í stöðlum eins og BRC og IFS um að aðilar geti sýnt fram á lágmarksþekkingu á HACCP. Þar hefur verið gerð krafa um stig 3 fyrir þá sem hafa umsjón með gæðakerfum og stig 4 fyrir þá sem kenna HACCP. Opinberar reglur gera einnig ráð fyrir lágmarksþekkingu á HACCP innan matvælafyrirtækja.

Ásamt ráðgjöfum Sýnis sóttu námskeiðið umsjónamenn gæðakerfa í matvælafyrirtækjum hér á Íslandi, miklir reynsluboltar og viðskiptavinir Sýnis. Gátu menn því miðlað af víðtækri reynslu sinni í þeirri verkefnavinnu sem unnin var á námskeiðinu og ekki síst þegar upp var staðið í mat og kaffi.

Ráðgjafar Sýnis höfðu bæði gagn og gaman af þessu námskeiði og munu nýta sér í ráðgjöf og kennslu á þeim námskeiðum sem Sýni bíður upp á varðandi HACCP, merkingar o.fl í vetur.

IMG_0556

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...