fbpx

Sýni

Fréttir

Matreiðslunámskeið – umsögn frá ánægðum viðskiptavinum

Okkur barst þessi fína umsögn frá ánægðum viðskiptavinum okkar. 

„Ég undirrituð, ásamt þrem samstarfskonum mínum, hef í starfi mínu sem heimilisfræðikennar tvisvar sótt matreiðslunámskeið hjá Sýni í mínu starfi. Ég vil fá að koma því á framfæri hversu ánægðar við erum með þessi námskeið. Þarna fengum við mjög góða fræðslu um matreiðslu og næringarfræði ásamt því sem við elduðum saman máltíð sem samanstóð af nokkrum réttum sem allir höfðu það sameiginlegt að vera hollir og næringaríkir ásamt því að vera mjög góðir. Það var mjög gaman að fá að prófa sig áfram í eldhúsinu hjá Sýni undir leiðsögn námskeiðishaldara og sérstaklega gaman að fá að vera saman að útbúa þessa rétti sem við svo borðuðum saman í hádeginu. Fyrir utan fræðsluna var þetta skemmtilegt hópefli. Flest allar þær uppskriftir sem við höfum fengið á þessum námskeiðum höfum við getað nýtt í okkar starfi og að fá leiðsögn við að elda þá var mjög gagnlegt.“

Takk kærlega fyrir okkur ?

Sigríður Björk Kristinsdóttir
Grunnskólakennari, Heiðarskóla Hvalfjarðarsveit. 

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið – Haust 2017

Það verða ýmisleg spennandi námskeið í boði hjá okkur í haust. Skráningar hafnar.  

23.-25. ágúst                  HACCP 3 – Gæði og öryggi alla leið
22. september                Örverufræði matvæla
25.-27. sept. og 2. okt.   HACCP 4
3. október                       BRC staðallinn – kröfur – úttektir
13. október                     Sannpróun – Innri úttektir

Fleiri námskeið munu bætast við þegar líður á haustið !

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Áhöfnin af Baldvini Njálssyni GK 400 á námskeiði

Áhöfnin af frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK 400 sem gerður er út af Nesfiski ehf. sat heilsdags námskeið hjá okkur hér í Sýni á dögunum. Námskeiðið fjallaði um meðhöndlun á fiski um borð en einnig var farið í HACCP gæðakerfið. Ólöf Hafsteinsdóttir matvælafræðingur sá um að fræða þennan flotta hóp.  

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið – Sannprófanir – Innri úttektir

Námskeiðið Sannprófanir – Innri úttektir verður haldið dagana 27. mars og 3. apríl n.k. 

Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi, hvernig áætlun um innri úttektir er gerð, hvernig sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis er framkvæmd, mismunandi aðferðir til sannprófunar, hvernig best er að tryggja að úrbætur séu gerðar og hvernig þeim er fylgt eftir.

Lögð verður áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. komið með skjöl úr eigin gæðakerfi og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðsins.

Á námskeiðinu verður farið í m.a. eftirfarandi atriði:

  • Úttektaráætlun
  • Sannprófun, innri úttektir – aðferðafræði
  •         Hvernig virkar gæðakerfið frá degi til dags? Eru forvarnir virkar?
  •         Hvernig virkar gæðakerfið í heild sinni – árleg sannprófun
  • Undirbúningur og framkvæmd úttetka – gerð og notkun gátlista
  • Undirbúningur og framkvæmd sannprófunar
  • Sýnatökur, prófanir, kvarðanir
  • Niðurstöður, úrbætur og eftirfylgni

Tími námskeiðs:

27. mars, 2017 kl. 08:30 – 12:30 og

3. apríl, 2017 kl. 08:30 – 10:30

Staður: Matvælaskólinn hjá Sýni, Lynghálsi 3, 110 Reykjavík

Verð: 37.500 kr.- *

Skráning

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið í veganisma fyrir byrjendur í mars

Fyrstu námskeiðin gengu vonum framar og fengum við frábærar umsagnir frá nemendum, sjá neðar.

Flestir voru að koma til þess að auka þekkingu sínu á grænkerafræðum og læra að elda einfalda grænmetisrétti.

Fæstir ætluðu sér að gerast 100% vegan en markmið flestra var að minnka umhverfisspor sitt með því að auka neyslu sína á ljúffengum grænmetisréttum.

Næsta námskeið verður þriðjudaginn 7. mars kl.18 í Matvælaskóla Sýnis, Lynghálsi 3.

Skráning hér

Umsagnir nemenda:

„Mjög góður matur, kom mér á óvart hvað það er auðvelt að elda vegan. Frábærir kennarar.“

„Frábært! Einfaldir og idiot-proof réttir og efni með heim til að halda áfram að prófa. Myndi mæta á framhaldsnámskeið.“

„Virkilega skemmtilegt og fræðandi námskeið. Kom virkilega á óvart hvað hægt er að gera góðan en einfaldan mat með lítilli fyrirhöfn. Skemmtilegir kennarar.“

„Ótrúlega skemmtilegt, opnar augun fyrir fjölbreytileika vegan-fæðis. Yndislega bragðgóður og bragðmikill fyllandi matur.“

„Frábært námskeið. Einfalt, fróðlegt og skemmtilegt.“

„Líflegt, skemmtileg og spennandi. Maturinn mjög góður.“

„Frábært! Eldaðir einfaldir, bragðmiklir og einstaklega bragðgóðir réttir á örstuttum tíma. Allt smakkaðist svakalega vel. Skemmtilegir kennarar sem gerðu þetta auðvelt.“

„Mjög áhugavert. Vel skipulagt, vel útskýrt, fjölbreyttir réttir og heimilislegt að borða öll saman.“

 

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...