fbpx

Sýni

Fréttir

12 bestu súpur í heimi – Námskeið

Námskeiðið 12 bestu súpur í heimi verður haldið hér hjá okkur í Matvælaskólanum fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi.

Súpunámskeiðið hefur alltaf verið eitt af vinsælustu  námskeiðunum hjá okkur

Hver vill ekki kunna að reiða fram dýrindis súpur við hvers kyns tilefni. Góðar súpur henta við öll tækifæri,  sem hagkvæmir og hollir heimilisréttir, í útileguna eða sumarbústaðinn,  forréttir eða aðalréttir í matarboðum ,  fyrir afmæli, brúðkaup eða hverskonar stórar eða smáar veislur.

Súpur sem eldaðar verða á námskeiðinu eru m.a.

 • Kjúklingabaunasúpa með reyktu kjöti, tómötum og spínati
 • Thailensk súpa með núðlum og fiski
 • Frönsk súpa með pistou kryddolíu
 • Grænmetis- og pastasúpa
 • Súpa frá Norður Afríku
 • Kraftmikil linsubaunasúpa
 • Grænmetissúpa úr bökuðu rótargrænmeti
 • Súpa með fennel, tómat og fiski
 • Fiskisúpan hennar Siggu á alþingi

 

Allar nánari upplýsingar má finna hér

tortilla_soup_420_2spoons

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Námskeið fyrir matgæðinga – Norður afrískur matur

Nú er opið fyrir skráningar á námskeiðið okkar Norður afrískur matur – til að njóta, sem haldið verður þann 22. október n.k. kl 17-20. Námskeiðið hefst með stuttri fræðslu um helstu krydd og hráefni sem notuð eru í Norður Afrískri matargerð. Að því loknu eldum við saman dýrindis Norður Afríska máltíð og borðum saman.

Matseðill námskeiðsins

 • Grænmetisréttur með saffrani og Harissa
 • Marínerað kúskússalat að hætti Jamie Oliver
 • Þorskhnakkar með sítrónu cherumoula
 • Flatbrauð frá norður afríku
 • Lambakjöt með kanil og apríkósum
 • Gulrætur með cummin og cilantró
 • Kjúklinga tagine
 • Laufléttur eftirréttur á norður afríska vísu

 

Verð: 12.500 kr.

Kennari á námskeiðinu er Guðrún Adolfsdóttir

nordur-afriskur-matur

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Haustið fer vel af stað

Haustið fer vel af stað hér hjá okkur í Sýni þó það hafi kannski komið full snemma, allavega hvað veðrið varðar.  Okkur finnst veturinn hafa verið full stutt í sumarfríi þetta árið og vonum að hann verði aðeins lengur í fríi á því næsta.  En nóg um veðrið.

Þegar hefur verið haldið eitt mjög vel heppnað HACCP námskeið hjá Matvælaskólanum og skráning á næsta námskeið sem verður haldið dagana 6.-8. er þegar hafin.  Matreiðslunámskeiðið „Austurlandahraðlestin“ á vegum Fjölmenntar hófst í skólanum í þessari viku  og mætir einn flottur 6 manna hópur hér hjá okkur á mánudögum og lærir austurlenska matargerð í tvo tíma í senn.  Það námskeið mun standa í alls 10 vikur. Skráningar eru einnig hafnar á matreiðslunámskeið fyrir almenning og má finna nánari upplýsingar um þau hér á síðunni undir Atburðir.

Önnur  verkefni eru í fullum gangi og má þar m.a. nefna gæðaúttektir, hreinlætiseftirlit, þjónustukannanir, skynmat,  umbúðamerkingar, örveru- og efnamælingar  og ráðgjöf um allt milli himins og jarðar sem snýr að matvæla- og fóðuriðnaðinum.

haust-grasker

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Nýr starfsmaður í ráðgjöfinni

gudny-gudmunds

Nú í byrjun september fengum við hjá Sýni til liðs við okkur nýjan starfsmann hana Guðnýju Guðmundsdóttur. Guðný mun bætast í hóp ráðgjafanna okkar en hún er með mastersgráðu í matvælafræði og er auk þess með kennsluréttindi. Guðný hefur m.a. komið að hinum ýmsu verkefnum hjá RF, starfað sem sérfræðingur á rannsóknarstofu Actavis og sem framhaldsskólakennari í Menntaskólanum á Akureyri. Einnig sinnti Guðný gæðaeftirliti í matvælaframleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum. Guðný býr því yfir víðtækri reynslu og þekkingu sem mun nýtast vel í ráðgjafastarfinu hjá Sýni.

Guðný er gift Hersi Sigurgeirssyni dósent í HÍ og eiga þau tvö börn þau Sesar sem er á fyrsta ári í framhaldsskóla og Katrínu sem er í 7. Bekk í Vesturbæjarskóla. Áhugamálin snúast að mestu um hreyfingu og útiveru en Guðný leggur stund á skíði, fjallgöngur og hlaup.

Við bjóðum hana Guðnýju velkomna til starfa hjá Sýni.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið: HACCP gæðakerfið – Gæði og öryggi alla leið

haccp-epli

Nú er komin dagsetning á fyrsta námskeið vetrarins um HACCP gæðakerfið.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má nálgast hér.
Á allra næstu dögum munum við svo setja inn dagsetningar fyrir fleiri námskeið um HACCP gæðakerfið auk matreiðslunámskeiða sem haldin verða nú í haust.  Má þar t.d. nefna  Ekta indverskur matur, 12 bestu súpur í heimi og  Ítalskur sveitamatur.  Einnig munu námskeiðin Að mörgu er að hyggja í mötuneytinu og  Meðhöndlun matvæla  verða haldin í haust.

Fylgist því vel með okkur á næstunni.

admin birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Ilmurinn úr eldhúsinu okkar

IMG_2964Við hjá Sýni erum svo heppin að hafa tvær góðar konur úr okkar starfsmannahópi sem sjá um að gefa okkur starfsfólkinu að borða í hádeginu þrjá daga í viku samhliða því að starfa við ætagerð á örverustofunni. Þetta eru þær Guðný og Margot og er skemmst frá því að segja að þær eru algjörir snillingar í matargerð og sjá okkur fyrir afar góðum og næringarríkum máltíðum.  Fyrirkomulagið er þannig að þær stöllur bregða sér úr hvítu sloppunum og setja á sig svuntur í hádeginu þrjá daga í viku, einn dag í viku er nestisdagur og svo er pantaður inn matur einu sinni í viku. Þær sjá um að versla inn vikulega og er þar hollustan og hagkvæmnin ávallt höfð í fyrirrúmi. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og er starfsfólkið afar ánægt. Þær Margot og Guðný eru duglegar að prófa nýjar uppskriftir og nú er stefnan að reyna að setja þessar uppskriftir og fleiri hérna inná síðuna í auknum mæli. Við byrjum á að setja inn uppskrift af ananas- og gulrótarsúpu sem sló í gegn hjá þeim um daginn.

Á myndinni má sjá hana Guðný grilla hamborgara (já hamborgarar geta líka verið hollir) á fallegum íslenskum sumardegi nú í júlí.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Fimm háskólagráður…..

Nú um miðjan júní luku þrír starfsmenn hjá Sýni BS og Mastersgráðum frá HÍ og Háskólanum á Akureyri og voru því útskrifaðir við hátíðlegar athafnir.

Hafrún Dögg útskrifaðist með BS í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri þann 15. júní s.l. Hafrún ætlar að taka sér eitthvað frí frá námi í bili en hugsar að Mastersgráða í matvælafræði verði fyrir valinu í framtíðinni.

Arnar útskrifaðist með BS í lífefnafræði frá HÍ en hann ætlar að vinna í eitt ár og nýta þann tíma til að ákveða hvaða mastersnám veður fyrir valinu í framhaldinu.

Hún Þóra Ýr er með BS  í matvælafræði en Þóra útskrifaðist núna í júní frá HÍ með meistarapróf í greininni. Meistaraprófs ritgerðin hennar fjallaði um; Stöðuleika fjöllaga ýra úr mismunandi gerðum kítósan til notkunar á örferjum fyrir lífvirk efni. Prófskírteinið fékk hún frá HÍ en rannsóknina gerði hún í University of Massachusetts í Bandaríkjunum.

Við hjá Sýni viljum óska samstarfsfólki okkar þeim Hafrúnu Dögg, Arnari og Þóru Ýr innilega til hamingju með þennan áfanga.

 

bilde

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsmenn Sýni á námskeiði fyrir úttektaraðila hjá BRC í London

brcRannsóknarþjónustan Sýni vinnur nú að því að þjálfa upp tvo af starfsmönnum sínum í því að framkvæma úttektir í matvælafyrirtækjum samkvæmt BRC Global Food Standard for Food Safety, Issue 6 í samstarfi við Sai Global

Sai Global er alþjóðlegur vottunaraðili fyrir marga mismunandi staðla þar á meðal staðla sem tengjast matvælaöryggi (BRC, IFS og ISO 22000) og rekjanleika. Sýni hefur um árabil unnið sem undirverktaki hjá Sai Global (Global Trust) við úttektir á MSC, IFFO og RFM stöðlunum sem fjalla um að hráefni sé aflað á ábyrgan hátt og sé rekjanlegt á veiðisvæði.

Til að geta þjónustað íslenskan matvælaiðnað enn betur er ætlunin að bæta við hæfni starfsmanna okkar hjá Sýni til að taka út staðla sem tengjast matvælaöryggi. Að því tilefni fóru þær Ása og Ásta til London á námskeið hjá BRC academy fyrir úttektaraðila á BRC Global Food Standard for Food Safety, Issue 6.

Námskeiðið er liður í þjálfun á aðilum sem vilja gerast úttektaraðilar samkvæmt kröfum staðalsins. Á námskeiðinu voru tekin fyrir þau atriði sem helst ber að skoða þegar verið er að taka út matvælafyrirtæki m.t.t.matvælaöryggis og gæða. Einnig var farið yfir kröfur staðalsins grein fyrir grein og útskýrt hvað þarf til að fyrirtæki uppfylli þessar kröfur, markmið staðalsins og tækni við úttektir.

Þátttaka á námskeiðinu gaf okkur djúpan og gagnlegan skilning á BRC staðlinum og þeirri aðferðafræði sem notuð er við úttektir samkvæmt honum. Þátttakendur á námskeiðinu voru 12 talsins frá hinum ýmsu greinum matvælaiðnaðarins ásamt ráðgjöfum. Að mati Ástu og Ásu var mjög gagnlegt að hitta þetta fólk og ræða þau ýmsu málefni sem tengjast matvælaöryggi þá fjóra daga sem námskeiðið varði.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Sumir starfsmenn eru sumarstarfsmenn

Já sumir starfsmenn eru sumarstarfsmenn hér hjá okkur í Sýni. Fjórir starfsmenn hafa verið ráðnir til sumarafleysinga og viljum við bjóða þau öll velkomin til starfa.

Erna Jónsdóttir er 22 ára líffræðinemi en hún mun leysa af sem rannsóknarmaður á örverustofu. Erna stefnir á að ljúka mastersnámi í annaðhvort náttúru- eða sloppalíffræði.

Karen Lekve er 19 ára en hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum um jólin. Hún mun hefja nám í lyfjafræði í haust. Karen hefur verið hjá okkur áður en hún er fjölhæf mjög og gengur í hin ýmsu störf eins og skýrslugerð, ætagerð, aðstoðarstörf í ráðgjöfinni og jafnvel matargerð í eldhúsi starfsmanna.

Arnar Guðmundsson er 23 ára en hann leysir af sem rannsóknarmaður á örverustofu. Arnar hefur verið með annan fótinn inná rannsóknarstofu hjá okkur í vetur með námi en hann útskrifaðist einmitt frá Háskóla Íslands núna á laugardaginn með B.Sc. í lífefnafræði.  Óskum við honum innilega til hamingju með áfangann. Arnar stefnir á að klára Ph.D. í lífefnafræði eða tengdri grein.

Guðrún Valdís Jónsdóttir er 19 ára stúdent af náttúrufræðibraut frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Hún mun hefja nám í lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands í haust. Guðrún leysir af sem rannsóknarmaður á örverustofu.

Við bjóðum þau Ernu, Karen, Arnar og Guðrúnu hjartanlega velkomin til starfa hjá Sýni.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Rannsóknarþjónustan Sýni á Facebook

Það er helst í fréttum hjá okkur hér hjá Sýni að nú má finna okkur á Facebook. Jújú undur og stórmerki gerast.

Endilega kíkið á síðuna og gerið Like.  Okkur má finna undir nafninu Rannsóknarþjónustan Sýni.

images

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...