fbpx

Sýni

Fréttir

Vettfangsferð með nemendur gæðastjórnunarbrautar Fisktækniskólans til Icelandic Seafood International.

Þann 15. apríl sl. fór Ólöf Hafsteinsdóttir ráðgjafi hjá Sýni með nemendur sína á gæðastjórnunarbraut Fisktækniskólans í vettvangsferð til Icelandic Seafood International (ISI). Eftirlitsmenn ISI tóku á móti þeim í Ísheimum þar sem skoðaður var karfi, loðna og makríll. Ein úr hópnum tók sig til og bjó til listaverk eins og sjá má á myndinni.

 

013    005

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeiðið „Merkingar matvæla“ 6. og 8. apríl

Námskeiðið „Merkingar matvæla“ verður haldið hjá okkur hér í Sýni dagana 6. og 8. apríl.

Námskeiðið er ætlað fyrir alla þá sem koma að merkingum matvæla á einn eða annan hátt.

Með tilkomu reglugerðar Evrópusambandsins (EB) nr.1169/2011 um matvælaupplýsingar sem tók gildi 13. desember 2014 hafa kröfur um umbúðamerkingar aukast enn frekar.  Auk þess eru neytendur að verða meðvitaðri um innihald matvara og gera því meiri kröfur en áður t.d. hvað varðar innihaldslýsingar, næringargildi, merkingar á ofnæmisvöldum og notkun skráargatsins. Námskeiðið á að veita greinagóðar upplýsingar um allt er viðkemur nýjum reglum um matvælaupplýsingar.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér

Skráning fer fram í matvaelaskolinn@syni.is  eða í síma 512-3389

 

IFT-and-FAO-agree-to-form-food-safety-partnership_strict_xxl

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Sýni býður uppá úttektir á BRC Food safety staðlinum

Nú hefur Sýni enn bætt þjónustu við viðskiptavini sína með því að bjóða upp á úttektir á BRC Food safety staðlinum í samstarfi við Sai Global sem er alþjóðleg vottunarstofa.  Nú í haust lauk Valgerður Ásta tveggja ára þjálfun sem úttetkaraðili  og er hún nú þegar byrjuð að framkvæma úttektir og geta því framleiðendur sem hyggja á vottun samkvæmt BRC fengið úttektir á íslensku.

 

Print

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

HACCP 3 námskeið 16.-18. mars.

Námskeiðið HACCP 3 -Gæði og öryggi alla leið- verður haldið hjá okkur hér í Sýni dagana 16.-18. mars n.k.

Námskeiðið er fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt en áhersla er lögð á nýja skoðunarhandbók frá MAST.

Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu og vinna þátttakendur m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér

Skráning fer fram  í matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

HACCP 3 námskeið – Gæði og öryggi alla leið – 20.-22. janúar

Dagana 20.-22. janúar verður HACCP 3 – Gæði og öryggi alla leið – námskeiðið haldið hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni. Þetta námskeið er hugsað fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt.
Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu og vinna þátttakendur m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.

Allar frekari upplýsingar um efni námskeiðsins má nálgast hér.

Skráning fer fram á matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3391

HACCP Gæðakerfið - Gæði og öryggi alla leið.

admin birti undir Fréttir
Engar athugasemdir
Close
loading...