fbpx

Sýni

Gæsaferðalag Verkís

Árið 2016 styrkti Sýni verkefni hjá Verkís, sem Dr Arnór Þórir Sigfússon hefur séð um, þar sem fylgst er með nokkrum gæsum með notkun gervihnattasenda. Sýni ehf keypti einn sendi og var hann settur á gæs sem fékk nafnið Anna. Hún var því miður skotin á Orkneyjum haustið 2017 en sendirinn var endurheimtur. Hann var settur á aðra gæs í fyrra sumar og fékk hún líka nafnið Anna. Eftir vetursetu í Skotlandi var hún að koma heim í Svarfaðardal þaðan sem hún er ættuð. Hér er hægt að fylgjast með ferðum gæsanna https://gps.verkis.is/gaesir19/

admin birti undir Fréttir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...