fbpx

Sýni

Grænmeti í Tandoori Masala

Lýsing:

Mjög bragðgóður grænmetisréttur „kryddaður“ með hnetum

Innihald:

Sætar kartöflur
Kúrbítur
Paprikur
Rauðlaukur
Hvítlaukur
Smá chilli pipar
Smá bútur úr engiferrót
Epli
Annað grænmeti ef vill
Ólífuolía
Tandoori Masala krydd(t.d. frá Rajah)
Grænmetiskraftur leystur upp í bolla af soðnu vatni
Kasjúhnetur

Aðferð:

Hitið olíu á pönnu þar til hún er orðin snarpheit. Setjið 1-2 msk af Tandorri Masala kryddinu úti ásamt hvítlauk, chillipiar og engifer.
Setjið því næst grænmetið út i, það sem þarf lengsta steikingu fyrst og það sem þarf minnsta suðu siðast.
Bætið grænmetiskrafti út í ásamt meira kryddi eftir smekk og hnetunum og látið sjóða 10-15 mínútur.
Rífið límónubörk yfir og berið fram, t.d. með hrísgjónum og brauði.

admin birti undir Grænmeti og baunir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*