fbpx

Sýni

Gulróta smurálegg

Lýsing:

Gott álegg á gróft brauð, sem gjarnan má skreyta með meira grænmeti.

Innihald:
1 lítil skyrdós (hreint skyr)
u.þ.b. 2 msk vatn
4 gulrætur
1 msk sítrónusafi
salt eftir smekk

Aðferð:
Gulræturnar eru þvegnar, skrældar og raspaðar. Hrært saman við skyrið ásamt salti og sítrónusafa. Vatn notað til að þynna skyrið ef þurfa þykir.

admin birti undir Álegg


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...