fbpx

Sýni

Hafra og ávaxta jógúrt

Lýsing:
Fyrir 2.

Innihald:
1 lítil jógúrt
1 msk hunang
Örfáir vanilludropar eða vanillusykur
3 dl hafraflögur eða hirsi
600 g af ferskum ávöxtum, t.d. jarðarberjum, banönum, mangó….
Safi úr ½ líme
4 msk grófhakkaðar hnetur, t.d. cashew eða valhnetur

Aðferð:
Jógúrtin bragðbætt með hunangi og vanillu eftir smekk. Höfrunum hrært út í og látið standa í ca. 1 klst.
Hreinsa og skera niður ávextina og dreypa límesafanum yfir. Ávöxtunum hrært saman við hafrajafninginn og hökkuðum hnetum stráð yfir.

Til hátíðabrigða má bæta örlitlum rjóma t.d .kaffi- eða matreiðslurjóma út í jógúrt-hafrablönduna um leið og hún er búin til, þá verður jafningurinn sannkallaður veislukostur.
Önnur leið til að bragðbæta og sæta jógúrtina er að brytja nokkrar makkarónukökur saman við hana í stað þess að nota hunang og vanillu.

admin birti undir Morgunbitar


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*