fbpx

Sýni

Hafragrauturinn – þessi klassíski

Lýsing:
Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins. Hann stuðlar að bættri heilsu, auknum afköstum við leik og störf og auðveldar þér að halda þyngdinni í lagi. Morgunkorn, grautar og annar spónarmatur eru þægilegir réttir sem auðvelt og fljótlegt er að borða í morgunsárið.

Innihald:
4 dl vatn
2 dl hafragrjón
Salt eftir smekk
Léttmjólk/fjörmjólk sem útálát

Aðferð:
Soðið í potti í 5-10 mínútur eða í örbylgjuofni í 2-3 mínútur.

Margar leiðir eru til að bragðbæta grautinn og gefa tilbreytingu. T.d.
•Berjasaft í stað mjólkur sem útálát.
•Skerið ferska ávexti niður og setjið út á.
•Stráið hnetum eða fræjum út á grautinn.
•Blandið þurrkuðum ávöxtum saman við, t.d. rúsínum, sveskjum, apríkósum… – annað hvort fyrir suðu eða eftir á, allt eftir því hvort þið viljið heita eða kalda ávexti.
•Kryddið með kanil, múskati, allrahanda eða negul.
•Blandið ávaxtamauki saman við grautinn, t.d. epalmauki.
•Hrærið skyri saman við – þá er kominn þjóðlegur skyrhræringur.
•Stráið morgunkorni eða múslíi út á.

admin birti undir Morgunbitar


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*