fbpx

Sýni

Heimagert múslí

Innihald:
5 dl rúgflögur
5 dl hafragrjón
100 g möndlur eða valhnetur
2 dl sólblómafræ
1 dl kókosmjöl
1 dl hörfræ (má sleppa)
½ – 1 dl hrásykur
2 dl vatn
5 msk matarolía – EKKI ólífuolía, þarf að vera bragðdauf
2-3 dl rúsínur

Aðferð:
Hakka möndlur/hnetur gróft. Blanda þeim ásamt fræjum, mjöli og sykri í djúpa skál. Hita ofn í 200°C. Bæta vatni og olíu út í skálina og hræra vel. Hnoða hráefnunum saman til að rakinn dreifist. Fletja út á bökunarplötu (á bökunarpappír) og baka í 20-30 mínútur. Hér þarf að vera vel vakandi og fygljast með múslíinu – það þarf að velta fræjunum á u.þ.b. 10 mínútna fresti til að þau ristist jafnt. Blandan er svo látin kólna og rúsínunum bætt við kalda blönduna. Allt sett í þétta krukku til að haldist best á meðan ekki er búið að borða allt saman! Borðað með mjólkurmat eða grautum og ávöxtum.

admin birti undir Morgunbitar


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*