fbpx

Sýni

Hreinlæti, þrif og góður matur – Námskeið

Nýtt og spennandi námskeið er að fara í gang hjá Matvælaskólanum en það kallast „Hreinlæti, þrif og góður matur“. Námskeið þetta er ætlað starfsfólki í mötuneytum sem vill auka við þekkingu sína.  Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist helstu vinnureglum í eldhúsi þegar kemur að meðhöndlun matvæla og hreinlæti. Í lok námskeiðsins er farið í einfalda matargerð og fá svo allir að njóta afrakstursins.  Allar nánari upplýsingar má finna hér

Salad_platter02_crop

admin birti undir Fréttir, Námskeið


2 Svör við Hreinlæti, þrif og góður matur – Námskeið

Anna Kr. Davíðsdóttir sagði: 11/03/2019 at 11:11

Góðan daginn,

Er hægt að óska eftir námskeiði; „Hreinlæti, þrif og góður matur“ og ef svo væri, hver væri lágmarksfjöldinn?

Svara
admin sagði: 11/03/2019 at 11:19

Sæl Anna og takk fyrir að leita til okkar.

Já það er hægt að óska eftir flestu hjá okkur þegar matvæli og fræðsla eru annars vegar.
Ég mun koma þessari fyrirspurn áfram á verkefnastjórann okkar og við verðum í sambandi við þig von bráðar.
Kveðja,
Linda

Svara

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...