Hreinlæti, þrif og góður matur – Námskeið
Nýtt og spennandi námskeið er að fara í gang hjá Matvælaskólanum en það kallast „Hreinlæti, þrif og góður matur“. Námskeið þetta er ætlað starfsfólki í mötuneytum sem vill auka við þekkingu sína. Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist helstu vinnureglum í eldhúsi þegar kemur að meðhöndlun matvæla og hreinlæti. Í lok námskeiðsins er farið í einfalda matargerð og fá svo allir að njóta afrakstursins. Allar nánari upplýsingar má finna hér
Skildu eftir svar