fbpx

Sýni

Karrí- kartöflusúpa

Lýsing:
Matarmikil og yljandi súpa með seiðandi bragði.

Innihald:
500 g kartöflur
1/2 dl olía
salt
1 msk karrý
7 dl grænmetis- eða kjúklingasoð
2 gulrætur
biti af fersku engifer
1 dl rúsínur
1 vorlaukur eða ½ púrra
30 g möndluspænir
graslaukur
hvítlauksrif

Aðferð:
Kartöflurnar skornar í sneiðar. Olíu, karrýi og salti blandað saman í potti og soðinu bætt út á. Kartöflurnar soðnar í soðinu í 20 mínútur. Þá er laukurinn settur út í. Gulrætur skornar í bita, engiferið skrælt og rifið, hvítlaukur pressaður og þetta allt steikt á pönnu. Síðast eru rúsínur og möndlur settar út í (má sleppa). Ausa á diska, skreyta með graslauk og borða með góðu brauði.

admin birti undir Súpur


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...