fbpx

Sýni

Kjötbollur – Kofta

Lýsing:

Kofta eru Mið- austurlenskar, Suður- asískar eða Balkan (frá Balkanskaga) kjötbollur sem búnar eru til úr kjöthakki oftast nauta- eða lambakjöti blandaðar með kryddum og lauk.

Innihald: 

750g nautakjöt

2 msk. fersk mynta, söxuð

2 tsk. ferskur engifer, rifinn

1 tsk. kóríanderduft

1/2 tsk. garam masala

1 tsk. chilli duft

1/4 bolli (60ml) jógúrt

3 msk ghee (smjör td.)

2 laukar, meðalstórir, skornir í þunnar sneiðar

2 hvítlauksgeirar, marðir

1/2 tsk malaðar kardimommur

1 tsk. garam masala (extra)

1 tsk. turmeric

1 tsk. mulin cummin fræ

2 meðal stórir tómatar, skornir gróflega

1 msk. tómat paste

2 eggaldin (baby), skorin gróflega

2 fersk lítil rauð chili, smátt skorin

1 bolli nautakraftur

1 msk. ferskur kóríander, saxaður

 

Aðferð:

1. Setjið hakkið, myntu, engifer, kóríanderduft, garam masala, chili duft og jógúrt í skál og blandið vel saman. Búið til litlar bollur úr blöndunni og setjið á ofnplötu. Breiðið yfir bollurnar og kælið í ísskáp í 1 klst.

2. Hitið helminginn af ghee á stórri pönnu og steikið bollurnar, nokkrar í einu, þar til brúnaðar. Leggið þær á rakadrægan pappír.

3. Hitið það sem eftir er af ghee á sömu pönnu. Steikið lauk, hvítlauk kardimommur, garam masala, turmeric og cummin á pönnunni og hrærið reglulega þar til laukurinn hefur brúnast aðeins.

4. Bætið tómötum, tómat paste, eggaldini og chili útí og steikið í ca 5 mínútur eða þar til grænmetið er mjúkt.

5. Bætið kraftinum og bollunum úti og sjóðið undir loki í 20 mínútur. Takið lokið af og látið malla í 10 mínútur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn og sósan hefur þykknað. Bætið söxuðum kóríander útí rétt áður en borið er fram.

dahl-kofta-1

admin birti undir Kjöt, Uppskriftir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*