fbpx

Sýni

Kjúklingabauna-, hvítlauks og myntusúpa

Lýsing:
Súpa með spæsnskum hætti.
Fyrir 6

Innihald:
2 tsk ólívuolía
2 meðal stórir laukar, sneiddir
2 L (8 bollar) kjúklingakraftur
2 msk hvítvínsedik
2x 425 gr dósir kjúklingabaunir
1 tsk cumin
5 hvítlauksgeirar, marðir
2 stórir (500 gr.) tómatar, skornir í bita
2 msk. fersk mynta, söxuð

Aðferð:
Steikið laukinn í olíunni þar til hann er mjúkur og aðeins farinn að brúnast. Bætið krafti og ediki útí og hitið að suðu. Bætið baununum og cumin útí og látið sjóða í 15 mínútur (með engu loki).
Setjið þá hvítlaukinn, tómatana og myntuna útí og látið sjóða í 5 mínútur eða þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir.

Berið fram með grilluðu “krispí” brauði.

admin birti undir Súpur


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...