fbpx

Sýni

Kryddperur

Lýsing:

Fyrir 6.

Innihald:

6 stórar eða 12 litlar perur
1 vanillustöng
2 cm ferkst engifer
1 l vatn
2 dl sykur
Safi úr ½ sítrónu
¼ g saffran

Aðferð:

Vatnið er sett í pott og sykri, vanillustöng, engifer í þunnum sneiðum, sítrónusafa og saffrani bætt út í. Látið sjóða í opnum potti í ca. 3 mínútur.
Perurnar eru skrældar og bætt út í pottinn. Látið krauma við vægan hita í 20-25 mínútur. Látið kólna. Borið fram með vanillluskyri, -jógúrt eða ís og jafnvel smá kökubita.

admin birti undir Eftirréttir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*