fbpx

Sýni

Lambakjöt með apríkósum

Lýsing:

Mjög hollur og bragðgóður réttur þar sem apríkósurnar fara alveg sérstaklega vel með lambakjötinu og kryddinu.
Réttur sem kemur á óvart. Tekið uppúr bókinni „Af bestu lyst“.
Fyrir fjóra.

Innihald:

240 g þurrkaðar apríkósur
500 g lambakjöt, beinlaust og í bitum
1 laukur, saxaður
matarolía
salt
10 g engiferrót
1/4 tsk cayenne-pipar (meira ef vill)
1 1/4 dl soð
Hrísgrjón
Vatn og grænmetisteningur

Aðferð:

Apríkósurnar eru lagðar í bleyti í einn til tvo klukkutíma. Kjötið brúnað í olíunni. Laukurinn saxaður og hitaður með kjötinu þar til hann verður glær. Salti bætt í.
Engiferrót, cayenne pipar, soði og apríkósum bætt í pottinn og látið malla í ca 30 mínútur. Vökva bætt í eftir þörfum.

Hrísgrjónin eru soðin í vatni með grænmetisteningi. Þeim er síðan bætt útí réttinn og saltað og piprað eftir smekk.
Gott að bera fram með brakandi fersku salati.

admin birti undir Kjöt


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...