fbpx

Sýni

Liptauer – þjóðlegur austurrískur smurostur

Lýsing:

Topfen er mjólkurvara mjög lík skyri sem mikið er notuð í austurrískri matreiðslu. Topfen er reyndar aðeins þykkara þannig að gott er að sía skyrið fyrst fyrir þá sem kjósa þéttari áferð.

Innihald:

200-250 g hreint skyr
2 msk sýrður rjómi (10% fita)
½ laukur, skorinn í litla bita
1 lítil súr gúrka
1 tsk kapers – má sleppa
1 tsk sinnep
1 tsk paprikuduft
kúmen, salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Öllu blandað saman í matvinnsluvél. Laukbitarnir settir út í í lokin og bara hrært örstutt eftir það til að ekki komi beiskt bragð af lauknum.

admin birti undir Álegg


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...