fbpx

Sýni

HACCP í matvælafyrirtækjum

44 kennslustundir

Farið er yfir skilgreiningar sem tengjast HACCP/GHMSS gæðakerfinu. Þá er nemendum kennt hverning HACCP hópur er settur saman og hvað aðferðafræði er notuð við að gera vörulýsingar og flæðirit. Farið er yfir allar mögulegar forvarnir/fyrirbyggjandi aðgerðir sem nauðsynlegt er að koma á í fyrirtækjum sem framleiða og meðhöndla matvæli. Kennt er hvernig skrifa á verklagsreglur um forvarnir og hvernig þær eru innleiddar í fyrirtækinu. Farið er í hættugreiningu og hvernig hættugreining og greiningatré eru notuð til að finna mikilvæga stýristaði. Þá er farið í eftirlitsstaði, vöktun, vikmörk- /viðmið-unarmörk, skráningar og úrbætur og nemendum kennt að setja upp vöktunar- og sýnaökuáætlun. Farið er í uppbyggingu gæðahandbóka og gerð verklagsregna og vinnulýsinga sem tengjast gæðakerfinu.

Nemendur setja upp HACCP kerfi fyrir ákveðið matvælafyrirtæki eða deild.