fbpx

Sýni

Hættur í matvælaframleiðslu

8 klukkustundir

Helstu hættur (líffræðilegar, efnafræðilegar, eðlisfræðilegar) sem tengjast ræktun, eldi, framleiðslu, flutningum og framreiðslu matvæla kynntar fyrir nemendum. Þá er farið er yfir ýmis efni, s.s. varnarefni sem notuð eru við ræktun og eldi. Helstu aðskotaefni sem geta borist í matvæli skilgreind og farið yfir mælingar og vöktun á slíkum efnum. Rætt um náttúruleg eiturefni sem geta valdið sjúkdómum í mönnum. Talað verður um sjúkdómsvaldandi örverur, veirur, snýkjudýr, smitleiðir og uppruna. Rætt um mun á hættum og gæðaþáttum.