fbpx

Sýni

Grunnnám – matvælavinnsla

Sýni ehf. hefur í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Starfsafl og Matvælastofnun sett saman grunnnám ætlað starfsfólki í matvælafyrirtækjum fyrir matvælavinnslur. Um er að ræða 5 eininga nám eða 60 kennslustundir þar sem fjallað er um gæðamál, örverur, skynmat, stjórnun og margt fleira sem kemur starfsfólki í matvælafyrirtækjum að góðum notum. Ofan á grunnnámið verður síðan hægt að bæta 10 eininga gæðastjórnununarnámi fyrir matvælaiðnað. Nánari lýsing á uppbyggingu og námskeiðum má sjá hér fyrir neðan.