Grunnnám – matvælavinnsla
Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. hefur í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Starfsafl og Matvælastofnun sett saman grunnnám ætlað starfsfólki í matvælafyrirtækjum fyrir matvælavinnslur. Um er að ræða 5 eininga nám eða 60 kennslustundir þar sem fjallað er um gæðamál, örverur, skynmat, stjórnun og margt fleira sem kemur starfsfólki í matvælafyrirtækjum að góðum notum. Ofan á grunnnámið verður síðan hægt að bæta 10 eininga gæðastjórnununarnámi fyrir matvælaiðnað. Nánari lýsing á uppbyggingu og námskeiðum má sjá hér fyrir neðan.
- Að auka hollustu máltíða
- Geymsluþol og skynmat matvæla
- Gæði og öryggi við meðferð á matvælum
- Innra eftirlit
- Matvælaeftirlit-matvælavöktun
- Matvælavinnsla
- Matvælaörverufræði
- Ofnæmi og óþol
- Rekjanleiki
- Sýnatökur og viðmið
- Umbúðamerkingar – næringargildi
- Vinnsluferlar
- Vöruþekking og fæðuflokkarnir
- Þrif og sótthreinsun
Atburðir
- 11mar
- 24mar